Aldamót - 01.01.1902, Síða 104
Vorar til skáldanna og skáldskaparins vera háar. Blöö
vor ættu ekki aö taka nema það, sem boðlegt er.
Og prentsmiðjur vorar ættu að láta sér það mink-
un þykja að útvega því pappír og svertu, sem ekkert
hefir á almannafæri að gjöra.
Það er sannfæring mín, að eitt af því, er koma
þarf þjóð vorri í skilning um, sé það, að hverjum
manni er ekki ætlað að vera skáld, og að mikið af
þeim skáldskap, sem henni er nú boðinn, er alveg
ónýtur. Sannleikurinn er sá, að vér erum bókmenta-
lega að kafna í gagnslausri og stefnulausri ljóðagerð.
Haldi það áfram í þá átt, sein nú stefnum vér, hlýtur
það að hafa öfug áhrif á líf þjóðar vorrar og andlegan
þroska hennar. Hún verður fyrir það óhagsýnni og
óhagsýnni. Hafi hana brostið góða greind á þá hluti,
sem í hag koma, munu henni ekki aukast þeir hæfi-
leikar mikið við meginið af þeim skáldskap, sem
henni er nú boðinn.
Lengi hefir þjóð vorri verið borið það á brýn, að
hún væri gefin fyrir að lifa aðgjörðalitlu draumalífi og
að það stæði henni fyrir þrifum. Skyldu ljóðin, sem
nú eru svo mikill hluti þeirrar andlegu fæðu, er hún
lifir á, bæta mikið úr þeim bresti hennar eða gjöra
hana mikið ákafari í baráttunni fyrir tilverunni ?
Reyna yngri skáldin nokkuð til að yrkja í hana dug
og dáð, knýja hana áfram í lífsbaráttunni, opna augu
hennar fyrir hinum æðstu gæðum og kveikja þorsta í
sálu hennar eftir þeim hlutum, sem henni er lífsnauð-
synlegast að eignast ?
Eg fæ ekki betur séð, en að skáldskapurinn, eins
og hann nú gjörist með þjóð vorri, hafi undur-lítil
áhrif á líf hennar. Eg er hræddur um, að hann fari