Aldamót - 01.01.1902, Síða 109
langa til eignast nýtar bækur í öörum greinum bók-
mentanna ?
5. Skáldskapurinn íslenzki er svo undur stefnu-
laus. Það er naumast unt aö benda á nokkura aöal-
stefnu hjá mörgum skáldum vorum, eöa nokkuö eitt í
sálarlífi þeirra, er rísi hærra en annað, — nokkuð eitt,
sem þeim þyki vænna um en alt annað. Það er of
oft undur-torvelt að benda á nokkura eina skýra og
ákveðna hugsjón, er gangi eins og rauður þráður gegn
um alla Ijóðagerð þeirra og unt sé um að segja, að
þeir hafi varið lífi sínu til að syngja inn í hjarta og
meðvitund þjóðar vorrar. Hafa mörg skáld vor svo
opin augu fyrir nokkuru einu, að vér, sem ekki erum
skáld, finnum til þess: Þetta sjá þeir miklu betur en
aðrir menn ? Nei, þess verður oflítið vart. Hugs-
analíf og lífsstefna of margra þeirra, sem yrkja, virðist
vera í molum, á víð og dreif, — leika í lausu lofti.
Engin sterk hugsun, sem bindur alt saman og lætur
alt falla að sama lóni. Svo kvartar þjóð vor líka með
réttu um, að þeir, sem lausastir séu á kostunum, velj-
ist of oft til þess að vera skáld. Með öðrum orðum :
Þeir, sem stefnulausari eru en aðrir menn, — hringl-
andi í allri framkomu sinni og öllum skoðunum. Er
þá við öðru að búast, en að sá skáldskapur, sem frá
slíkum mönnum kemur, auki hringlandann og stefnu-
leysið með þjóð vorri ? Enda er víst ekki gott að
neita því, að svo er.
6. Dreifing þessi og stefnuleysi á sér ekki ein-
ungis stað,þegar tekið er tillit til heillra ljóðasafna,sem
út koma, heldur á það sér oft og tíðum stað, þegar
hugsað er um einstök kvæði, sem birtast. Menn eru
oft ráðalausir með að finna þá aðalhugsun, sem fyrir