Aldamót - 01.01.1902, Page 113
Skáldskapurinn þarf um fram alt aS vekja; hann
íná aldrei svæfa. Hann á að sópa burt þokunni, sem
leggjast vill á leiö mannanna, og hafa bæði hjartalag
og vilja til aö sýna þeim hjartapunkt þess, sem er að-
al-atriöiö fyrir hvern mann: að fara vel með líf sitt og
láta það ekki lenda í sorpinu.
Skáldskapurinn á að hafa ákveðið markmið.
Hann má ekki vera stefnulaus og allur á víð og dreif.
Enginn maður verður skáld, sem ekki á einhverja
þungamiðju í sálu sinni. Skáldskapurinn má ekki
auka hringlandann og stefnuleysið, heldur sýna með
skírum myndum og glöggum, út í hvaða foræði það
leiðir.
Skáldskapurinn á umfram alt að leggja rækt við
skilning fólksins. Hann á að taka þau efni til með-
ferðar, sem þjóðinni ríður mest á að komast í skilning
um. Enginn er skáld, sem ekki er þess um kominn
að auka skilning þjóðar sinnar, og varpa nýju Ijósi yfir
þau vafamál, sem henni liggja þyngst á hjarta.
Skáldskapurinn þarf um fram alt að þjóna sann-
leikanum. Enginn fær orðið mikið skáld,nema hann
sé í sannleika góður maður. Góðleikurinn má ekki
vera honum nein uppgerð, heldur þarf hann að vera
svo gagntekinn af honum, að hann sé hans annað eðli.
Það er lífsskoðun kristindómsins, sem ber framfara-
þjóðirnar áfram ; hennar vegna bera þær ægishjálm
yfir öllum öðrum. Skáld kristinnar þjóðar þurfa því
að standa á kristindómsins grundvelli og láta allan
skáldskapinn standa í þjónustu þess.sem gott er og göf-
ugt. Annars snýr þjóðin baki sínu við honum, af því
hann verður henni þá til tálmunar á braut fram-
faranna.
Aldamót xii, 1902.— 8.