Aldamót - 01.01.1902, Page 119
123
eftir annað hefir veriö og er enn ástæSa til aS endur-
taka þetta orS út af efnilegum íslenzkum námsmönn-
uin, er sýndust hafa öll skilyrSi til þess aS verSa björt
og stór ljós, en bárust út í myrkriS og gjörSu þaS enn
svartara en þaS áSur var.
Heill hópur íslands efnilegustu og vöskustu
drengja fer í sjóinn á ári hverju. HafiS kring um
strendur íslands er ægilegt. NjörSur gamli í Nóa-
túnum lands vors er einn hinn lundversti karlskröggur,
sem hugsast getur. ÞaS má svo aS orSi komast, aS
hann sé bál-fjúkandi ösku-vondur á hverjum degi,
enda er hann kvæntur konu þeirri, er SkaSi nefnist,
og mörgum mannskaSanum hefir hún valdiS. Aum-
ingja sjómönnunum er voöinn vís á kænunum sín-
um litlu, enda hnígur fjöldi þeirra í þá hina votu gröf
á blómaskeiSi lífsins. Hvílíkur óskaplegur missir fyrir
þjóS vora! Hvílíkt óbærilegt tjón! Hvílík dæma-
laus blóStaka!
Þó er hitt enn aumra, aS þjóS vor skuli verSa
hlutfallslega hér um bil jafn-mörgum á bak aS sjá úr
hópi sinna efnilegu og oft og tíSum stórgáfuSu ungu
námsmanna, þeirra er henni eiga björg aS sækja úr
andans sjó. Hún hefir orSiö aS horfa á eftir heilum
hópi þeirra ár frá ári hverfa inn í myrkriS, — verSa aS
vofum eSa hálfgerSum afturgöngum.
Þér kannist viS þá. Sýnishornin hafa komiS
hingaS vestur og halda áfram aS koma. Menn, sem
veriS hafa viS nám ein tíu til tuttugu ár æfi sinnar
og ættu því aS vera sprenglærSir, — eru þaS líka
ósjaldan í eigin áliti sínu. Menn, sem verSa hefSu
mátt ágætismenn oft og tíSum, en orSiS hafa andlegir
og siSferSislegir skipbrotsmenn, Þeir eru hér á rölti