Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 120
fram og aftur og gjöra ekki daginn bjartari á með-
al vor.
Og þetta eru menn úr hópi þeirra, sem veröa
áttu þjóö vorri aö mestu liöi, — hugsa þær hugsanir,
sem henni lá lífið á aö hugsaðar yrðu, bera fram
orðin, sem áttu aö upplýsa hana og fræöa, lyfta
stærstu björgunum úr götunni og gjöra veginn færan.
Hví hefir þetta atvikast svo ? Hví hefir þessi
óskapa ógæfa orðið þeim aö fótakefli ? Hví hafa svo
margir af námsmönnum þjóðar vorrar hrapað ofan
fyrir þessi heljar-brjög og orðið foreldrum og fóstur-
jörð svo óskaplegra vonbrigða valdandi ?
Vegna þess þeir hafa svikið köllun sína á náms-
árunum. Þeir hafa annaöhvort alls ekki skiliö hana,
ekki haft hugmynd um, að hún væri nokkur til, eða
þá hrapallega misskilið hana. Þeir hafa ekki gætt
þess, sem eg nú vildi leiða athygli yðar að eins átak-
anlega og mér er unt, að halda í heiðri hinni göfugu
og háleitu köllun nemandans.
Hvað er nemandinn að gjöra ? Hvaða ætlunar-
verk hefir hann ? Hvaða markmið hefir hann sett sér?
Hann er að búa sig undir lífið, þetta óumræði-
lega vandasama líf. Hann er að búa sig undir það
fyrst og fremst að verða maður í orðsins göfugasta og
æðsta skilningi, — góður, fullkominn maður, er fær
verði um að leysa af hendi vandasömustu skylduverk
lífsins eins og bezt má verða. Sumir hafa einhverja
ákveðna lífsstöðu í huga, sem þeir vilja búa sig undir.
Námsmaðurinn hugsar sér þá að verða annaðhvort
lögfræðingur, læknir eða prestur.
En þá má honum ekki dyljast, að þetta eru göf-
ugustu stöður lífsins. Þær stöður ættu aldrei að vera