Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 122
126
Embættismennimir eru sjálfkjörnir leiðtogar
hverrar þjóöar. Þess vegna ættu þeir ávalt aö vera
fyrirmyndarmenn, — menn, sem sýna göfgi og tign
manneölisins á hæsta stigi. Ósjálfrátt er þeim þá
sýnd dýpsta lotning og tilhlýöilegur sómi af öllum
góöum mönnum. Því starf þeirra hefir svo óumræöi-
lega heillavænlega þýöing fyrir mannfélagið, þegar
það er leyst af hendi samkvæmt hinni göfugu hugsjón
hverrar stööu.
En aö standa í þessum göfugu trúnaöarstöðum
eins og leiguliöi, — eins og sá, sem eitt sinn hefir verið
svo heppinn aö komast þarna inn, en er þar ekki til
að gjöra neinum manni nokkurt gagn, heldur að eins
til að hafa góða daga, græöa fé, lifa náðugu lífi—það
er eitt hiö fyrirlitlegasta, sem til er. Þegar í þessum
stcðum eru menn, sem eru svo langt frá því að vera
fyrirmyndarmenn, að þeir eru öörum mönnum óráð-
vandari, brigðmálugri, eigingjarnari, ónýtari og í alla
staði lélegri—gangandi á undan öðrum mönnum í því
sem lélegt er, — þá prýöa þeir ekki stöðuna, heldur
draga hana niður í skarnið. Þá bera þeir eitur í
brunna þjóðlífsins.
Og það er eitt hiö mesta ólán, sem fyrir nokkurn
mann getur komið. Betra að vera óbrotinn fjósa-
maður í aumustu lörfum, en að ganga í þeim embætt-
isfrakka, sem daglega er dreginn í skarni með því að
svíkjast um háleitustu köllun sína.
Alt þetta verður námsmaðurinn að hafa í huga.
Með þolinmæði Og sjálfsafneitun þarf hann að verja
námstíma sínum vel, fyrst og fremst með því að afla
sér haldgóðrar og veigamikillar þekkingar, en þar
næst líka og um fram alt til þess að láta alt gott og