Aldamót - 01.01.1902, Side 123
127
göfugt vaxa upp hjá sér, losa sig viö hvern ljótan
vana, sem kann aö hafa fest rætur hjá honum, fá full-
komið vald yfir geðsmunum sínum og ástríðum, en
temja sér alt það, sem prýðilegast er og göfugast í
fari mannanna.
Eg tel það nokkurn veginn víst, að með íslenzk-
um námsmönnum hér í Winnipeg, verði þeir einmitt
margir, sem skólaveginn ganga og alls ekki hafa neina
sérstaka embættisstöðu í huga. Og það tel eg ein-
mitt gott og heppilegt. Því ekki er sú staða til í
mannfélaginu, að ekki sé margfalt betra og ánægju-
legra fyrir manninn að standa í henni sem mentaður
maður en sem ómentaður. I hverri einustu stöðu get-
ur gcður maður komið afar-miklu til leiðar, ef hann
hefir mentun, þekking og einlaegan vilja.
Það hefir verið og er enn ólán þjóðar vorrar, að
allur fjöldi námsmanna hennar hugsar ekki um annað
en að verða embættismenn. Það hefir til dæmis þótt
hálf-gerð minkun að vera útskrifaður af latínu skólan-
um og verða svo ekki annað en kaupmaður eða bóndi.
En hver þjóð ætti að líta svo á, að í kaupmannsstöð-
una þurfi að veljast mentaðir og göfugt hugsandi
menn,—sannir föðurlandsvinir, með brennandi áhuga
fyrir framförum þjóðar sinnar. Og í bændastöðu er
bráðnauðsyulegt, að séu nokkurir vel mentaðir menn,
sem verið geta leiðtogar bændanna hver í sinni sveit
og komið þeim í skilning um velferðarmál lands og
þjóðar. Eins og þér vitið, er þetta svo undur alment
hér í þessu landi og hvarvetna með enskum þjóðum.
Það er fæst af því fólki, sem hér gengur skólaveginn,
sem ætlar sér að verða embættismenn. Það Iætur
sér annara um manninn en embættismanninn. Þvíer