Aldamót - 01.01.1902, Síða 133
137
var unt a5 fá þá til aö sýna neina sanngirni. Þeim
þótti þaö auðséö og auöskilið, að Bandaríkin hefðu
hafið stríðið við Spán, til þess að nýðast á Kúbamönn-
um og svifta þá frelsi þeirra. Og heimatrúboðið
danska væri ekkert annað en ofstækisfull djöflatrú,
sem gjörði ístöðulítið alþýðufólk hálf-brjálað með því
að mála upp vonda staðinn í prédikunum sínum og
senda þangað alla þá, er ekki vildu þegar í stað sinna
boðskap þess. Nú vona eg, að þessir sömu menn séu
dálítið farnir að átta sig á því, að þeir hafi farið vilt
um tilgang Bandaríkjanna gagnvart Kúbamöunum.
Og eg vona fastlega, að sá tími komi áður langt um
líður, að heimatrúboðið danska, sem þrátt fyrir alt
hefir komið svo undur-miklu góðu til leiðar á ættjörðu
sinni, verði látið njóta sannmæhs og sanngirni með
þjóð vorri.
Þegar eg ritaði ferðasögu mína, ,,ísland um
aldamótin“, reyndi eg að lýsa heimatrúboðinu danska
með kostum þess og göllum eins rétt og samvizkusam-
lega og eg hafði vit á. Mér þótti það, eins og mér
þykir enn, slík dæmalaus ómynd, að jafn-merkileg
hreyfing rétt fyrir utan dyrnar hjá oss, skuli vera svo
hrapallega misskilin nálega af hverju mannsbarni
þjóðar vorrar. Hjá nokkurum held eg orð mín hafi
borið dálítinn árangur. Þeir eru vissulega fleiri nú en
þá, sem farnir eru að viðurkenna hinar góðu og bless-
unarríku hliðar þessarar öflugu og afar-merkilegu
hreyfingar. En það á enn langt í land, að sú viður-
kenning verði almenn. Ekki er von, að vér séum
fljótir að skilja það, sem lengra er frá oss úti í heim-
inum, þegar vér erum svo glámskygnir á það, sem