Aldamót - 01.01.1902, Síða 134
fyrir ber með þeirri þjóö, er vér fyrir allra hluta sakir
stöndum í nánustu sambandi við.
AuövitaS er þaö nokkur afsökun, aö hreyfingin
hefir mætt svo miklum misskilningi í Danmörku
sjálfri. BlaSiS Politikketi og öll sú fylking manna,
sem á bak viS þaS stendur, hefir til margra ára barist
meS hnúum og hnefum gegn trúboSinu danska, og
meö öllu fylgi sínu og mælsku reynt aS gjöra þaS óal-
andi og óferjandi í áliti manna. Þetta er lang-helzta
blaS vinstrimanna flokksins í stjórnmálum, og er í
höndum og undir andleguin yfirráöum annarra eins
manna og Brandes-bræöranna, Alls konar óhróöri
hefir veriö dreift út víös vegar um heimatrúboösmenn-
ina. Hafi einhverjum þeirra hrotiS óheppilegt orö af
munni í ræðu eSa riti—og þaö hefir nú viljaö til oftar
en einu sinni, eins og gengur— hefir þaS veriö básún-
aö út um alta heima og gjört þúsundfalt verra en þaö
í raun og veru hefir veriö. Göllunum, sem stefnan
óneitanlega hefir f för meö sér, hafa ósleitilega veriö
gjörS sömu skil. Þeir hafa veriS margfaldaöir, sýndir
í sterkustu sjónaukum, svo úlfaldi hefir oft og tíöum
oröiö úr mýflugunni.
Af því blaöiö og flokkur sá í stjórnmálum, er
stendur aS baki þess, fylgir fram frjálslyndum skoS-
unum í landsmálum og er um leiö aö mörgu leyti
ágætlega úr garöi gjört, hafa Islendingar flestir nálega
alla þekking sína á dönskum mönnum og málefnum
úr þessu blaöi. Lang-flestir landar vorir, bæöi þeirra,
er í Kaupmannahöfn búa, og hinna, sam heima eiga á
Islandi og eitthvaö eru aö lesa, hafa þá skoöun á hlut-
unum og gangi þeirra, sem haldiö er fram f þessu
danska blaSi, Politikken. En því miöur er þar mjög