Aldamót - 01.01.1902, Síða 140
144
kærast, sem henni er sagt af jafningjum sínum. En
þeir eru tiltölulega fáir meö öllum þjóöum í hópi al-
þýðumanna, sem eru því vaxnir svo vel fari. Happ
og gæfu tel eg það fyrir hvert þjóðlíf sem er, að eign-
ast menn eins Og Moody, Hange eða Vilhelm Beck.
Eg tala ekki um,hvílík auðna það væri fyrir þjóð vora,
ef vér eignuðumst mann, sem eitthvað væri líkur þess-
um þremur.
En gætandi er þess samt, að Vilhelm Beck var
eínmitt enginn alþýðumaður. Hann var prestssonur
og las guðfræði við háskólann eins og hver annar prest-
ur. Samt kom hann eins miklu til leiðar og hann
gjörði meðal alþýðunnar. En ekki hefði honum unt
verið að láta þá hreyfingu, sem hann hratt á stað,
verða eins víðtæka og þýðingarmikla og raun varð á,
ef hann hefði ekki tekið jafn-marga leikmenn í þjón-
ustu sína og hann gjörði.
Heimatrúboð er víða rekið án þess leikmenn hafi
prédikunarstarf á hendi. Guðfræðislega mentaðir
prestar, sem sérstaka hæfileika þykja hafa til að pré-
dika, ferðast um og hafa áhrif á hugi manna, eru til
þess valdir. Og hugboð mitt er það, að sú aðferðin
sé í rauninni heppilegust, þar sem nógum mönnum er
á að skipa. Það þarf óneitanlega mentun til þess að
prédika kristindóminn. Mentunin er ekki aðal-skilyrð-
ið, en þar sem aðal-skilyrðin eru, er betra að hafa
mentunina líka. Því það er í rauninni óumræðilega
mikill vandi að gjöra það að lífsstöðu sinni að prédika
guðs orð. Maðurinn þarf í þeirri stöðu frekar en í
flestum öðrum að njóta alls, sem til er í eðli hans,—
þess, sem mentunin veitir honum líka.
En það er eg líka jafn-sannfærður um, að aldrei