Aldamót - 01.01.1902, Side 145
Undir linditrjánum.
Suaviter iit modo, fortiter in re.
Þegar fariö er að hugsa um og viröa
Bókmentir fyrir sér það, sem út hefir komið
og bændur. á árinu liðna (1902), verður mað-
ur þess þegar var, að tiltölulega
hefir miklu meira prentað verið eftir bændur en menn
í nokkurri annarri lífsstöðu. Guðmundur Friðjóns-
son, bóndi við Mývatn í Þingeyjarsýslu, maður að eins
þrítugur að aldri, leggur fram á borðið ljóðasafn, sem
mörgum fimtugum eða sextugum manni hefði þótt
sómi að geta auðgað bókmentir vorar með. Annar
bóndi þingeyskur, Jón Stefánsson, sem ritar undir
nafninu Þorgils gjallandi, kemur fram með skáldsögu,
sem að lengdinni til er ein hin fyrirhafnarmeiri skáld-
saga er frumsamin hefir verið á íslenzku. Tveir vest-
ur-íslenzkir höfundar hafa líka komið fram með sína
bókina hvor. Annar þeirra var bóndi í Argyle-bygð
og gamall Þingeyingur, en er nú nýlátinn, Sigurbjörn
Jóhannsson. Hann stingur ljóðabók upp í hyllur v or-
ar hjá þeim hinutn skáldunum, sem ekki er minni en
320 bls., laglega prentuð og vel bundin. Hinn er J.
Magnús Bjarnason, sem nú lætur koma annan þátt
skáldsögu sinnar frá Nýja Skotlandi, er hann nefnir
Eirík Hansson, eftir tveggja ára bið, síðan fyrsti þátt-
urinn kom út. Hann er kennari við alþýðuskóla niðri
í Nýja Islandi, býr þar með bændum og lifir bænda-
lífi, svo ekki er fjarri sanni að telja hann í hópi
Aldaííót xii, 1902.—IQ.