Aldamót - 01.01.1902, Side 146
150
bænda. Þetta eru einna stærstu bækurnar, sem oss
hafa bæzt í búið í skáldskaparlegu tilliti á árinu. —
Þá hafa líka rit Gests heitins Pálssonar í bundnu og
óbundnu máli byrjaö út aö koma hér fyrir vestan, og
er fyrsta hefti þeirra 240 bls. auk formála, en búist
viö aö þau verði öll ein þrjú til fjögur hefti álíka stór.
Og um sama leyti kemur úrval úr ritum Gests, gefið
út á Islandi, en ókomið hingað vestur, þegar þetta er
ritað. Síra Matthías, lárviöarskáldið, sendir út í heim-
inn fyrsta bindi af ljóðum sínum, sem nú í þetta sinn
eiga að koma út í fjórum bindum, eitt á hverju ári.
Tala ljóðasafnanna hjá oss fer að verða legíó. Það
kemur víst eins mikið út hjá oss, smælingjunum, af
ljóðasöfnum, þetta árið og hjá margri annarri miklu
stærri þjóð.
En mest dáist eg að bændunum, hvað þeir eru
ótrauðir með pennann. Þeir sýnast þó hafa ýmislegt
annað að gjöra og um að hugsa en ritstörf. Haldi
þeir svona áfram, bera þeir í bókmentum vorum bráð-
lega ægishjálm yfir mönnum í öllum öðrum lífsstöðum,
og á það sér víst hvergi stað annars staðar í heim-
inum, svo mér sé kunnugt. Að sönnu erum vér
sannkölluð bændaþjóð. Samt sem áður eigum vér
sí-vaxandi hóp af mentuðum, skólagengnum mönnum,
bæði í embættum og embættislausum. En rithöf-
unds tilhneigingin virðist ekki vera tiltölulega nærri
því eins rík hjá þeim og bændum vorum, hvernig sem
á því stendur. Fyrir flestra hluta sakir ættu þeir þó
að vera miklu sjálfsagðari að leggja drjúgan skerf til
bókmentanna, sem góða mentun hafa fengið og ekki
þurfa á sig að leggja líkamlega stritvinnu.
Hvað veldur? Hugsa bezt mentuðu mennirnir
tiltölulega minna með þjóö vorri en bændurnir ? Er
hið andlega líf bændanna auðugra og fjölskrúðugra
heldur en þess hluta fólks vors sem bezta mentun
hefir öðlast? Víst er um það, að bændastéttin er,
og verður enn lengi, kjarni þjóðar vorrar. En það
er samt óumræðilega ömurleg tilhugsun, ef þeir,