Aldamót - 01.01.1902, Síða 147
en eigi hinn bezt mentaöi hluti þjóöarinnar, eiga eins
og aö bera andlega lífiö á heröum sér. Kólnar
ungum mönnum með þjóð vorri svo um hjartað á leið-
inni upp mentunarstigann, að fjöldi þeirra hafi litla
eða enga löngun til að hugsa og rita, þegar þeir
loksins eru komnir alla leiðina ?
Það er einn af veraldlegum embættismönnum
Islands, sem nú hugsar og ritar með brennandi áhuga
fyrir högum þjóðar vorrar og talar um leið með svo
miklum hita og sannfærandi afii, að það er unun að
lesa, hvað sem hann ritar. En þeim embættismanni
var hafnað við kosningar til alþingis síðast liðið sumar
og bóndi tekinn fram yfir hann. Þó er hann fróðari
og kunnari öllum högum lands og þjóðar í samao-
burði við erlenda þjóðhagi en ef til vill nokkur núlif-
andi Islendingur. Svona er meinlokan rnikil í hugs-
unarhætti þjóðarinnar. Hún kann ekki að meta sína
góðu menn.
Það er líka stöðugt einhver rígur milli bóndans
og embættismannsins, sem er óhollur og ætti ekki að
eiga sér stað. En er það ekki vegna þess, að íslenzkir
embættismenn hafa vanrækt svo óskaplega að halda
hugsjónum þjóðarinnar á lofti og kenna þjóðinni að
elska þær? Því miður hefir embættislýður þjóðar
vorrar, — og í þetta sinn hefi eg einkum veraldlega
embættismenn í huga — ekki verið það salt í þjóðlífi
voru, sem hann hefði átt að vera. Þeir hafa sannar-
lega ekki verið neinir hugsjónamenn. Þeir eru það
ekki enn þá. Það sést á því, hve lítið þeir hugsa,
hve lítið þeir rita, hve lítil áhrif þeir hafa á hugsunar-
háttinn út frá sér. Afleiðingin er sú, að þegar loks-
ins embættismaðurinn fer að hugsa og rita og með
öllu móti að beita valdi sínu og hæfileikum þjóðinni
til góðs, — þola menn það ekki. Bændur rísa upp og
segja: Það er embættismaðurinn, sem vill hafa okkur
í hendi sér! Svo blindir verða menn oft, þar sem
lífið hefir lengi verið öfugt.
Það að bændur vorir og búalýður ber höfuðið gvo