Aldamót - 01.01.1902, Síða 149
Svo kem eg þá með einn bónd-
Guðmundur ann fram á sjónarsviöið. Guff-
Friðjónsson. miindur Friffjónsson er kornung-
ur maöur, en fyrir löngu oröinn
þjóðkunnur. Alla mentun sína á hann Möðruvalla-
skólanum að þakka, eða réttara sagt, á annan skóla
hefir hann ekki gengið, og þar fengið svo sem tveggja-
þriggja ára tilsögn í mesta lagi. Snemma fór hann
að rita. Þótti hann þá nokkuð ódæll og ærslafullur í
framkomu sinni. Það var fyrir honum eins og svo
mörgum ungum mönnum. Hann vissi ekki hvar hann
átti að bera niður. Og svo bar hann þar oft niður
sem sízt skyldi. Smekkurinn eða fegurðarvitið sýnd-
ist honum heldur ekki jafn-vel gefið og margt annað.
Var þá sett ofan í við hann hvað eftir annað eins og
gengur. Og það má telja honum til hróss, að hann
hefir því eiginlega aldrei illa tekið. Hann hefir miklu
fremur látið sér það að kenningu verða. Þess vegna
hefir honumstöðugt verið að fara fram. Hann hefir lagt
niður flest brek sín. Það kemur ekki betur í ljós hjá
neinum íslenzkum höfundi en honum, hve bráðnauð-
synlegur bókmenta-aginn er, sem fram kemur í stilt-
um og gætnum, öfgalausum ritdómum. Þessi nauð-
synlegi agi hefir býsna mikið þroskast með þjóð vorri
nú á hinum síðari árum, og það hefir verið ,,Aldamót-
um“ ánægja að leggja fram sinn litla skerf í þá átt.
Guðmundur Friðjónsson var líka á bezta aldri til að
færa sér slíkar bendingar í nyt. Enda hefir hann
gjört það og fyrir það þroskast í heppilega átt. Sumir
koma svo seint á æfinni fram á sjónarsvið bókment-
anna, að þeim er ekki unt að breyta til. Þeir verða
þá að hafa það lag, sem þeir hafa tamið sér.
Þessi íslenzki bóndi, þrítugur að aldri, kemur nú
fram með ljóðasafn, ekki minna en 260 bls. að stærð,
sem hann nefnir Ur heimahögum. Það er gefið út á
kostnað Isafoldar prentsmiðju og frágangurinn prýði-
legur, pappírinn húðþykkur með fornlegri áferð og
blæ, letrið nýtt, svertan góð, og bandið snoturt