Aldamót - 01.01.1902, Síða 151
155
Heldur er líka niöurlagiö eins, þegar maður fer aö
hugsa sér þá mynd, er skáldið dregur þar upp; hún
verður nærri því hlægileg. Skáldið er þar komið til
móður sinnar inn í eilífðina :
, :A ljósvakadýnum þú ruggaSir mér
og réttir mér móðurbrjóstið aftur.
Og boginn, sem að leikur létt um varir mér
er ijósveig tær, er svalar þorsta mínum“ (12).
Þetta að boginn úr brjósti móður hans leiki um varir
honurn í eilífðinni, finst mér svo skringileg hugmynd,
að það blæs burt allri alvörunni úr huga mér.
Hið sama er að segja, þegar hann í kvæðinu :
Ástin er sterkari en hclja líkir ást sinni til unnust-
unnar við lambelsku ærinnar. Þegar eg ber efni
kvæðisins saman við þessa efnisríku fyrirsögn, fer eg
að hlæja. Eg get ekki verið alvarlegur, þó eg vildi :
,,En lambelska ærinnar deyfist og dvín,
og deyr loks í fráfærna stríði.
En alt af er hugur minn eins til þín,
þó árið og dagurinn líði. ‘'
Það dettur ofan yfir mann, þegar maður les kvæðið
Skammdegi og rekst á þenna æfa-gamla rímna hortitt:
,,Loks er hríðin létti för og linti hrinum
út að strandar úrnum hleinum
ota náði eg gönguteinum". (145).
Þessi víxl-spor ætla eg að komi til af því, hve mjög
skáldið langar til að vera frumlegur, en á hinn bóginn
hefir ekki nógu næma fegurðartilfinning.
En víða er svo prýðilega að orði koinist, að
margur má öfunda höfundinn.
..Stöðugt er þinn brúnablómi
bólstcð minna hugrenninga" (38).
,,Hver þráður í trefjavef muna míns
á möndul í hugskoti þínu“ [31].
Hvorttveggja segir hann um stúlkuna sína. —Af nátt-
úrulýsingum er mikið í kvæðunuin. Flestar þeirra