Aldamót - 01.01.1902, Síða 158
Þá koma skáldsögurnar. Þorgils
Upp viö fossa. gjallandi nefnir bók sína Upp við
fossa. Hún er prentuö á Akur-
eyri í prentsmiðju Odds Björnssonar, pappírinn frem-
ur þunnur, letrið fallegt.en brotið of stórt, bókin verð-
ur svo þunn, af því hver blaðsíða er svo stór ummáls,
þó sagan sé býsna-löng. —Sú nýjung í rithætti hefir
verið tekin upp,— það rekur maður augun í um leið
og hann opnar bókina, — að þágufall fleirtölu er látið
vera onum, en ekki unum, eins og hver maður nú ritar
og ávalt hefir ritað verið; hér stendur hvarvetna
niönnonum, húsfreyjonum, börnonum. Það er skrítið
og óþarft uppátæki. Það setur óþarfan kotungsbrag
á bókina í huga manns, áður en maður les hana.
Maður hugsar sér þessa ritsmíð af miklu ógöfugra
bergi brotna en hún í raun og veru er fyrir bragðið.
Því höfundurinn, sem er enn einn þingeyskur bóndi,
er langt frá að vera klaufi. Fyrsta söguheftið hans
hefi eg aldrei séð. En smásögur hafa staðið eftir
hann í Dýravininum, sem mér hafa þótt laglegar.
Þetta er lang-lengsta sagan, sem hann hefir ritað.
Hún er 139 bls. þéttprentaðar í stóru broti og þrjátíu
og tveimur kapítulum. Það er ástasaga, sem ekki er
nú tiltökumál. En lakast er, að það eru ástir í mein-
um, sem höfundurinn hefir sett sér fyrir að lýsa.
Sagan er eiginlega um Geirmund Einarsson á
Neðra-Fossi, efnilegan en fátækan bóndason. Hann
lendir ungur í þeirri ógæfu að verða ástfanginn í kon-
unni bóndans á Efra-Fossi, sem gengið hefir að eiga
mann sinn af því hann var efnaður bóndi, en hún blá-
fátæk og umkomulaus stúlka. Seinna verður honum
vel til ungrar og ógiftrar stúlku, dóttur prestsins þar í
sveitinni og henni til hans. Kærleikurinn til þessara
tveggja kvenna togast um stund á um hjarta hans.
En brátt vinnur prestsdóttirin sigur og með þeim tak-
ast heitar ástir. En þegar presturinn, sem áður hafði
verið vel til Geirmundar, kemst að þessu, verður hann