Aldamót - 01.01.1902, Page 161
165
söguna, sem alls ekki á heima í nokkurum bókment-
utn. Fyrir bragöiö verður lýsingin líka ósönn i heild
sinni, og hætt viö aö bókin verði skoðuð sem eins
konar vargur í véum. Því svona sjúkt og sóöalegt er
íslenzkt sveitalíf þó ekki, eins og það verður hjá höf-
undinum. Sagan er algjörlega í anda realistisku
skáldanna. En nú er sól þeirra gengin til viðar.
Þá kemur Eiríkur Hansson næst
til álita. Fyrsti þátturinn af
þeirri löngu sögu kom út fyrir
tveim árum í Kaupmannahöfn,
Eiríkur
Hansson.
prentaður af Oddi Björnssyni. Nú hetir sami maðurinn
prentað annan þátt sögunnar í prentverki sínu á Akur-
eyri. Ekki er frágangurinn eins góður, en þó fallegur.
Þegar Aldamót mintust þess fyrsta hluta sögunnar,
sein út kom fyrir tveim árum, luku þau frernur lofs-
orði á hana. Mér þótti svo mikil furða, að maður
niðri í Nýja-íslandi, sem kotn hingað til lands dálítill
drengur, skyldi hafa farið að efna til svo fyrirferða
mikillar sögu og byrja hana ekki ólaglegar en þar var
gjört. Eg las heftið heldur en hitt með ánægju, og
þóttist vita, að það mundi stytta mörgum stundir.
Höfundinum tókst að segja svo frá, að mann langaði
til að lesa bókina á enda. Eg var þá dálítið forvit-
inn um framhaldið, hvernig það mundi verða. Og
eg mun hafa sagt, að yrði framhaldið jafn-gott byrj-
uninni, heíði höfundurinn látið sér takast vonum
framar. En nú hefi eg lesið þenna annan þátt sög-
unnar með þá löngun í huga, að geta kveðið upp álíka
hrós. Eg hafði að sönnu eitthvert hugboð um, að áfram-
haldið mundi naumast jafn-gott verða. Og það hug-
boð mitt hefir því miður orðið að sannfæring. Höf-
undurinn hefir ekki vandað sig nærri því eins mikið
með þenna hluta sögunnar, og það þykir méi slæmt.
Hroðvirknin er auðsæ; hann hefði getað gjört miklu
betur. Honurn hafa fundist sér nú allir vegir færir.