Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 163
167
Hann horfir einlægt út, en ekki inn. Hann tekur
býsna-vel eftir hinu ytra, en mjöglítið eftir hinu innra.
Hann lýsir hlutunum og mönnunum skringilega.
Glampinn er þá ef til vill mestur yfir honum, en þó
spillir það heldur fyrir þessum lýsingum, að maður
hefir sterkt hugboð um, að hann hafi þar eitt sérstakt
skáld til fyrirmyndar. Mennirnir verða fremur óeðli-
legir hjá honum; allir hafa þeir einhvern kæk, enginn
er blátt áfram. Skáldið lætur þá tala latínu, þýzku
og allan þremilinn, jafnvel Indíána mál kann hann.
Svona lærðir geta menn verið þar niðri í Nýja Islandi.
A undan hverjum kapítula eru tilvitnanir eftir hér um
bil alla þá, sem eitthvað hafa ort á íslenzku. Sumir
þeirra eru ekki frægari en það, að mjög fáir munu
vita á þeim nokkur deili. Þar er Baldvin Halldórsson
og þar er Undína og þar er Gerður. Nokkuð er þetta
barnalegt. þetta var tízka í skáldsögum, sem út komu
fyrir hálfri öld síðan. Nú sér maður þetta naumast í
nokkurri nýrri bók. Ekki er höf. heldur vorkunnsam-
ur við aumingja landann, sem bágt á með að bera fram
torveld nöfn útlend. Hann nefnir helzt þá bæina,
sem erfiðust hafa nöfnin eins og t. d. Aix-la-Chapelle,
og virðist það vera að ástæðulausu. Miklu betur hefði
höf. mátt vanda til málsins. því ofurlitla málkend
hefir hann þó. En hann vandar sig ekki, lætur alt
flakka. ,. Mótstríðandi, “ , .gegnum-smjúgandi, “
,,undrunarlegur“ eru fremur slæm lýsingarorð, og ó-
skáldleg. Það bætir nú heldur ekki úr fyrir höf., að
það hlýtur að hafa fjallað um prófarkirnar einhver ó-
málfróður maður. Hvað eftir annað koma fyrir gegn
um alla bókina myndir eins og þú stóð, þú banð, þú
veit, að eg ekki tali um augnatœttur og þess háttar
kórvillur. Jafnvel málið á seinni þættinum er töluvert
óvandvirknislegra en á hinum fyrra. Það er slæmt
þegar menn láta sér fara aftur.
Vestur-íslenzku höfundarnir verða að vanda sig,
bæði að því, er hugsun og framsetning snertir. Vér
eigum að láta það sjást, að vér getuin ritað fagurt mál