Aldamót - 01.01.1902, Page 165
169
rjúka til að gefahér út ritverkmanna úti á íslandi,samn-
ingslaust, þótt lagalega sé eins og stendurekki unt að
hafa hönd í hári manna fyrir þaö. Eignarréttur manna
til ritverka er eins helgur og nokkur annar eignarréttur
og gengur ekkert síöur að erföum. Enda hefir þegar
verið efnaö til annarrar útgáfu af ritum Gests heitins
á Islandi, sem nú er aö eins ókomin hingað vestur, og
verður hún því keppinautur þessarar vestur-íslenzku
útgáfu á hinum litla bókamarkaöi vorum, sem ekki er
til tvískiftanna.
Frágangur þessa fyrsta heftis, sem út er komið, er
laglegur. Það hefir ekkert verið til sparað af hálfu út-
gefandans. Pappírinn er góður, og letrið skírt ogfallegt;
Mynd höf. ágæt. Formáli er fyrir bókinni og skal sem
fæst um hann segja. Kvæði eitt erlátið þar vera aðal-
atriðið eftir höfund formálans sjálfan; mun það vera
nokkurn veginn eins dæmi, að sá, sem tekur sér fyrir að
rita um eitthvert skáld eða rithöfund, taki kvæði eftir
sjálfan sig til að einkenna hann með. Til þess þarf
sá hinn sami að vera blindur af sjálfsáliti, ekki sízt
ef það, sem tekið er fram í kvæðinu, gæti eins vel átt
við um ótal aðra. Einar Hjörleifsson ritaði rækilegar
um Gest heitinn en nokkur annar, enda var hann
skólabróðir hans og vinur og sá af öllum Islendingum,
sem skáldið hefði helzt til þess kjörið. Það hefði
verið réttara að setja það framan við safn þetta, en
samsetning, sem flestum mun koma saman um, að
lítið sé á að græða.
Um skáldið Gest Pálsson mætti margt gott segja.
Margar göfugar hugsanir og góðar vöktu í hjarta hans
og tókst honum að sýna þær í skuggsjá skáldskapar
síns betur en flestum öðrum. Fáum Islendingum
hefir gefinn verið fljótari skilningur og glöggari á
mönnum og málefnum en honum. Fáir gjört sér
ljósari grein fyrir þeim andans straumum, sem uppi
voru í heiminum kring um hann. Það var eins og
hann ætti bergmál af öllum umbrotum mannsandans
á vorum tímum í sálu sinni og kendi þar sársaukans,