Aldamót - 01.01.1902, Síða 169
173
sem þolinmæöi hefir til aS lesa hann, allglögga hug-
mynd um aldarfarið og ástandið, sem var í landinu
um þessar mundir. Það hefir ekki verið við lamb að
leika sér, þar sem Gottskálk biskup hinn grimmi var
annars vegar. Eftir því sem bæklingur þessi ber með
sér, hefir hann ofsótt Jón þenna Sigmundsson fyrir
það, að hann og kona hans væru fjórmenningar að
frændsemi, sem Jón sýndi þó fram á, að ekki væri.
Fyrir það dæmdi hann hjónaband þeirra ólög-
mætt og neyddi þau til skilnaðar og þar á ofan í
óheyrilegar fjársektir. Jón átti að gjalda 15 merkur
til Hólakirkju. ,,Item fyrir þá fyrstu barneign í þeim
meinbugum aðrar 15 merkur, fyrir aðra 30 merkur,
fyrir þriðju 60 merkur, fyrir hvert sinn, er hann hefir
í kirkju gengið á 16 dagahöldum 12 aura, sunnudögum
og postulamessum og öðrum helgidögum 6 aura, en
fyrir hvern rúmhelgan dag 8 álnir og fallinn í bann og
skyldugan að taka lausn og skrift heima á Hólum og
allur sakeyri goldinn að næstum fardögum“ (15).
Með þessu móti hafði biskup af Jóni hverja jörðina á
fætur annarri og lögmannsdæmi hans. Varð hann þá
að flýja út á kot eitt á Vatnsnesi. ,,Tók þá Gottskálk
biskup til Einars, sonar hans, og dæmdi hann í bann
og forboð fyrir svefn og samneyti við föður sinn,
kirkjugöngur og þjónustutekjur og féskifti‘ • (41). Og
hjá niðjum Gottskálks grimma eiga að hafa fundist
,,bréf með innsiglum um þau morð og óbótamál, sem
aldrei hafa fyr menn heyrt né getið, af hverjum það
er helzta og stærsta, að hann hafi drepið bróður sinn
í Víðidalstungu í sínu fyrstabrullaupi; hét hann Ásgrím-
■ur Sigmundsson. Item drepið sitt eigið kjötlegt barn
tvævett í einum soðkatli í móti allri mannlegri nátt-
úru og stjúpson sinn. Þessu skal Jón hafa upp á sig
játað óneyddur og aldrei nokkurn tíma áður hér um
klagaður“ (47). Alt þetta sýnir Guðbrandur biskup
fram á, að verið hafi tilhæfulaus uppspuni, sem gripið
var til, að eins til að féfletta og ofsækja saklausan
mann, sem haft hafi góðar og gildar varnir fram að