Aldamót - 01.01.1902, Síða 170
i74
bera í málum sínum öllum, farið tvívegis á konungs-
fund og fengið þar fulla uppreisn, en ekki komist upp
með neitt fyrir ofríki biskups. Þessar deilur stóðu
yflr í 14 ár f byrjun xó. aldar. Gottskálk hinn grimmi
var biskup á Hólum 1498—1520, næstur á undan
Jóni Arasyni, en Jón Sigmundsson lögmaður á Norður-
og Vesturlandinu um sama leyti. — Það var þörf á
siðbótinni á íslandi ekki síður en annars staðar. Og
þó hún með ýmsu móti gengi fremur óheppilega í
garð, kom það þó brátt í ljós, að hún bar heilnæmari
og blessunarríkari öfl í skauti sínu, til að ráða bót á
siðleysi og lögleysum í landinu, en hin kaþólska
kristni hafði átt yfir að ráða.
,,Menning Islands um aldamótin
..Islands 1900“ heitir bók, er dr. Val-
Kultur.“ týr Guðmundsson hefir ritað á
dönsku. Þá bók hefi eg lesið
mér til mikillar ánægju og læt hennar getið hér, þótt
hún sé ekki rituð á íslenzku og heyri því ekki bókment-
um vorum eiginlega til. Erlendar þjóðir hefðu aflað sér
meiri þekkingar um Island en þær hafa gjört, ef þá
þekking hefði verið hægt að öðlast í eins handhægri,
skipulega saminni og greinilegri mynd og þeirri, sem
er í té látin hér í bók þessari. En hún hefir ekki verið
til fram á þenna dag. Bókinni er skift í sjö kafla og
viðbæti.' Fyrsti kaflinn er um náttúru landsins og er
hann ritaður af dr. Þorvaldi Thoroddsen, lipurt og
skemtilega eins og maður á að venjast frá hans hendi.
Alt hitt er eftir dr. Valtý sjálfan. Annar kaflinn er um
fólkið og ýms atriði í daglegu lífi þess. Þriðji um hið
opinbera líf og skipulag þess. Fjórði um mentamál.
Fimti um bókmentir og listir. Sjötti um atvinnuvegi
og ásigkomulag |þeirra (samgöngufæri). Sjöundi
um heilbrigðisástand og líknarstofnanir. Auk þess
eru í viðbætinum þýðingar eftir íslenzk skáld, svo sem
Bjarna Thorarinsen, Jónas Hallgrímsson, Jón Thor-