Aldamót - 01.01.1902, Side 178
182
hefir áður komið út í Selkirk, en er nú flutt til Winnipeg.
Henni er líká töluvert að fara fram, þótt enn standi hún til bóta, eins
og ekki er mót von. Jólablaðið ber þess vott, að reynt hefir verið að
vanda sig eftir föngum. Þar eru myndir af ekki færri en sjö vestur-
íslenzkum hagyrðingum. Svo eru þar myndir og æfisögur helztu
hershöfðingjanna í Búastríðinu. ,,Nemesis móðurdómsins“ er saga
ein þar nefnd, þýdd úr ensku. Meydómur er gott og gilt orð, en
móðurdómur (motherhood) lætur illa í íslenzkum eyrum. Af kvæðum
mætti benda á Urlausn, laglegt gamankvæði eftir Stephan G.Stephan-
son og Hann kunnin^iminn eftir Kristinn Stefánsson, — alvarlegt og
vel hugsað kvæði.—Ekki er Freyja ávalt eins heilbrigð í hugsunum
sínum og skoðunum og óskandi væri. í>að mætti til þess nefna ýms
dæmi, sem flestum munu augljós. En eg ætla að eins að benda á
eitt, sem menn ef til vill hafa ekki veitt eftirtekt að væri neitt athuga-
vert við. í>að er SlSasta varnarrœSa E GStantonfyrir konur. Hún
er ekki alls kostar heilbrigð. Það er þar talið sjálfsagt fyrir allar
konur, sem eitthvað eru óánægðar í hjónabandinu, að rjúka til og
skilja við menn sína, og að löggjöf landanna og almenningsálit ætti að
gjöra þeim miklu hægra fyrir að fá skilnað, en nú á sér stað. Væri
það svo miklu betra? Ætli það sé ekki oftast hið sama og stökkva úr
öskunni og í eldinn ? Hjónaskilnaður er mótlæti svo óumræðilega
mikið, að til hans ætti engan að hvetja fyrr en í síðustu lög. Það
mótlæti er ef til vill einstöku sinnum óhjákvæmilegt, en miklu oftar
má bera þann kross með stilling og þolgæði og láta hann verða sér til
andlegs þroska. Það er auðnuleysis merki fyrir hvert mannfélag, að
hjónaskilnaður sé auðveldur og eigi sér oft stað. Um hitt mætti halda
margar ræður, hve háskalegt það er, að til hjónabands sé stofnað í
léttúð og hugsunarleysi, bæði af hálfu karla og kvenna.
--------0-0-.