Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 5
Dr. rer. nat.
Finnur Guðmundsson
fuglafræðingur
Minningarorð
Þetta hefti Náttúrufræðingsins er
helgað minningu Finns Guðmunds-
sonar, en hann lést 27. desember 1979.
Finnur varð sjötugur sl. vor, og var ritið
upphaflega ráðgert sem afmælisrit af
því tilefni, en dráttur varð á útgáfu þess.
Flestir greinarhöfundar þessa rits eiga
Finni Guðmundssyni ntikið að þakka.
Segja má, að Finnur hafi alið upp all-
stóran hóp náttúrufræðinga og áhuga-
ntanna um náttúrufræði. Finni var ein-
staklega lagið að tendra áhuga annarra
á fræðigrein sinni og ætíð boðinn og
búinn að miðla lítt reyndum unglingum
og öðrum áhugamönnum um náttúru-
fræði af reynslu sinni og þekkingu.
Hann bauð áhugamönnum oft með sér í
athuganaferðir um landið, og fræddust
menn geysimikið á þeim ferðalögunt.
Finnur var fæddur á Kjörseyri í
Hrútafirði 22. apríl 1909. Hann var
sonur Helgu Finnsdóttur frá Kjörseyri,
Jónssonar, fræðimanns, og Guðmundar
G. Bárðarsonar, hins kunna náttúru-
fræðings. Að honum stóðu því fræði-
rnenn i báðar ættir og ekki um að villast,
að fræðimennska hafi verið Finni í blóð
borin. Náttúrufræði var ennfremur
ríkur þáttur í lífi hans frá fæöingu. Þetta
hefur ýtt undir það, að sjálfur hóf hann
náttúruathuganir á unga aldri. Einhver
togstreita mun í fyrstu hafa verið á milli
einstakra greina náttúrufræðinnar,
enda varla annað von, svo ungur sem
hann var. Áhugi á dýrum, einkunt fugl-
um, varð þó snemma sterkastur. Fugla-
dagbækur Finns bera þessu glöggt vitni,
en þær ná allt frá ársbyrjun 1918, þegar
hann var aðeins átta ára. Finnur var þó
einnig vel að sér í öðrum greinunt nátt-
úrufræðinnar. Hann safnaöi plöntum
lengi og hafði mikinn áhuga á jarðfræði.
Finnur mun hafa notið tilsagnar
heima fyrir í fyrstu, enda var faðir hans
kennari. Síðar stundaði hann nám í
gagnfræðaskólanum á Akureyri en
fluttist til Reykjavíkur árið 1926, er
faðir hans gerðist kennari við Mennta-
skólann þar. Að loknu stúdentsprófi árið
1929 lá leiðin til Þýskalands, þar sem
hann nam náttúrufræði, einkum dýra-
fræði, við Hamborgarháskóla.
Náttúrufræðingurinn, 49 (2 — 3), 1979
83