Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 92
unda gransöngvara virðast vera stað-
fuglar (sbr. Vaurie 1959, Dambiermont
& Fouarge 1966, Moreau 1972), en
norrænar deilitegundir beggja tegunda,
og þær sem líkur eru á að flækist til
Islands, eru allar farfuglar. Skýringa á
komutíma þessarra tegunda til Islands,
þarf sýnilega að leita í mismunandi far-
tímum deilitegundanna. Um leið gæti
það gefið vísbendingu um hvaða deili-
tegundum von er á hér á íslandi og þá
hvaðan fuglarnir hafa komið. Þeir fuglar,
sem náðst hafa á íslandi, hafa enn ekki
verið ákvarðaðir til deilitegunda.
A May eyju við austurströnd Skot-
lands er um fartímann fyrst og fremst að
ræða þær deilitegundir laufsöngvara og
gransöngvara, sem verpa á meginlandi
NV.-Evrópu (Eggeling 1974), þ.e. c.
collybita og t. trochilus. Þótt laufsöngvarar
séu algengir haustfargestir á eyjunni,
eru aðeins þrjú dæmi um t. acredula,
deilitegundina, sem verpur á Norður-
löndum. Gransöngvarar eru lika allal-
gengir og sést skandinavíska deilditeg-
undin c. abietinus þar oft. Einnig hafa þar
sést einstaklingar af gransöngvurum,
sem likjast c. fulvescens og c. tristis, sem eru
síberísku deilitegundirnar. Þær tvær
deilitegundir hafa aðallega sést á tíma-
bilinu 23. september—miðs nóvember,
þ.e. komutími þeirra til Bretlands fellur
einkar vel að miðdreifingu i komutíma
þeirra gransöngvara, sem sést hafa á ís-
landi (sjá 4. mynd).
Eins og skýrt hefur verið frá áður, eru
laufsöngvarar yfirleitt nokkru fyrr á
ferð í farflugi í Evrópu en gransöngvar-
ar. Hins vegar ef athugaður er fartímí
mismunandi deilitegunda kemur í ljós,
að l. acredula er aðeins seinni á ferð en t.
trochilus. Nokkuð mikill munur er hins
vegar á c. collybita og c. abietinus, sem er
seinna á ferð. Hjá báðum tegundunum
er því norrænni deilitegundin á ferðinni
seinna en sú suðræna (Salomonsen
1953).
Aðaldeilitegund laufsöngvara (P. t.
trochilus) er algengust í fari á Bretlandi
seinast í júlí og ágúst, en laufsöngvarar
fara ekki að sjást á Islandi fyrr en seinast
í ágúst. Af þessu mætti draga á ályktun,
að fyrstu fuglar þessarar tegundar, sem
sjást á íslandi, kunna að vera t. trochilus.
Líklegast er þó einkum um að ræða
skandinavísku deilitegundina t. acredula
hér á landi, nema ef ske kynni, að stöku
fuglar af síberísku deilitegundinni t.
yakulensis væru með. Það er þó fremur
ólíklegt, þar sem yakutensis virðist ekki
hafa sést í NV.-Evrópu. Phylloscopus c.
collybita er á ferðinni aðallega á þeim
tíma, sem engra fugla þeirrar tegundar
hefur orðið vart á Islandi, en c. abietinus
er hins vegar í farflugi í Evrópu rétt fyrir
hámarkið á íslandi. Auk þess sem
skandinavískir gransöngvarar (P. colly-
bita abietinus) eru reglulegir fargestir á
austurströnd Bretlands (Snow 1971,
Eggeling 1974), geta austrænni deili-
tegundirnar c. fulvescens og c. tristis hæg-
lega verið i þeim hópi, sem kemur til
Islands. Fartími þeirra á Bretlandi fellur
vel að miðdreifingu fuglanna, sem komið
hafa til íslands. Það eru mörg dæmi um
þessar austrænu deilitegundir í V.-Evr-
ópu (Dambiermont & Fourage 1966,
Eggeling 1974, Edelstram & Larger
1971, Snow 1971).
Þegar komutímar gransöngvara til
Islands eru grandskoðaðir, kemur í ljós,
að það eru tvö hámörk með um 2 vikna
millibili (sjá 4. mynd). Fyrra hámarkið
gæti bent til c. abietinus, hið seinna til
austrænu deilitegundanna (c. fulvescens
og c. tnstis). Hátopparnir á súluritinu
170