Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 136
þéttbýlisstaði til vetursetu og sennilega
lifaö mest á því sem fellur af borðum
mannsins. Þessir fuglar liafa i flestum
tilvikum horfið á braut á tímabilinu
mars—apríl. Fuglarnir sem höfðu sum-
ardvöl i Reykjavik 1977 og síðan aftur
vetursetu 1977—78 eru undantekning
frá þessu.
Uppruni íslenskra dvergkrhkna
Hantzsch (1905) og Timmermann
(1949) voru sammála um að þær dverg-
krákur sem til voru í Náttúrugripasafn-
inu i Reykjavík tilheyrðu undirtegund-
inni spermologus. Byggðu þeir það álit sitt
á því hve dökkir fuglarnir voru en
hvorugur hafði eintök til samanburðar.
Báðir skoðuðu þeir Reykjadalsfuglinn
frá 1901 og Timmermann auk þess
Skildinganesfuglinn frá 1910.
Undirtegundir dvergkrákunnar eru
ekki skýrt afmarkaðar og öll millistig
finnast. Litarmismunur er einvörðungu
notaður til að aðgreina undirtegundir,
og engin þeirra er greinanleg á stærðar-
málum. Við greiningu er aðeins hægt að
nota til samanburðar einstaklinga á
svipuðum aldri og frá sama árstíma.
Auk þess eru karlfuglar yfirleitt ljósari
en kvenfuglar sömu undirtegundar
a.m.k. síðari hluta vetrar og á vorin, og
ungfuglar á fyrsta hausti eru dekkri en
foreldrarnir (Fjeldsá 1972, Voipio
1968).
Finnur Guðmundsson komst að þeirri
niðurstöðu með samanburði við dverg-
krákur af þekktum undirtegundum í
British Museum, að íslensku vorfugl-
arnir gætu allir verið af undirtegund-
unum monedula eða spermologus en soem-
merringii kæmi ekki til greina (F. Guðm.
skrifl. uppl.).
Eigin athuganir á íslenskum dverg-
krákum í Náttúrufræðistofnun hafa
leitt til svipaðrar niðurstöðu, það er að
þar séu einstaklingar undirtegundanna
monedula og spermologus (6. mynd). Af 17
eintökum eru 3 með einkenni monedula
(hvíta hálsbauga), það eru fuglinn frá
Reykjadal 1901, Reyðarfirði 7. mars
1972, og Seyðisfirði apríl/maí 1973.
Baugarnir eru skýrastir á Reykjadals-
fuglinum og var það því ekki rétt hjá
Hantzsch og Timmermann er þeir
ákvörðuðu þennan fugl til undirteg-
undarinnar spermologus. Þess ber að geta
að af þessum 17 fuglum eru 12 frá hausti
eða vetri og eru það að mestu leyti ung-
fuglar sem ekki verða ákvaröaðir til
undirtegundar. Af 5 vorfuglum hafa 2
verið aldursákvarðaöir og reyndust
báðir vera fullorðnir, um annan var
fjallað hér að framan (Seyðisfjörður
apríl/maí 1973) en hinn, kvenfugl frá
Æðey 9. mars 1973, hefur öll einkenni
undirtegundarinnar spermologus.
Ef athuguð er varpútbreiðsla og far-
leiðir þeirra undirtegunda sem um er að
ræða, monedula og spermologus, er upp-
runa íslensku dvergkráknanna að öllum
líkindum að leita innan tveggja svæða,
þ.e. Skandinavíu og norðanverðra Bret-
landseyja.
Skandinavískar dvergkrákur eru að
mestu farfuglar og þurfa margar þeirra
að fljúga yfir haf til að komast á milli
sumar- og vetrarheimkynna sinna.
Vetrarheimkynni þeirra eru í S.-Sví-
þjóð, Danmörku, N.-Þýskalandi, Nið-
urlöndum, N.-Frakklandi og SA.-Eng-
landi. Þetta á líka að nokkru leyti við
um danskar dvergkrákur sem m.a. hafa
vetursetu í SA.-Englandi (Busse 1969).
Þó svo að undirtegundin monedula sé
ríkjandi á þessum svæðum þá hafa t.d.
214