Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 158
tvær heiðlóur á Flatey. Þær urpu
örugglega ekki en héldu alltaf til á sama
stað (við kirkjugarðinn).
Heiðlóur á farflugi koma i 3ju viku
apríl (1975: 20.4.; 1976: 21.4.; 1977:
22.4. ). Fjöldinn nær hámarki seinast í
apríl — byrjun maí en minnkar er líða
tekurá maí. Síðan sjást heiðlóur yfirleitt
ekki fyrr en í byrjun ágúst (1975: 3.8.;
1976: 4.8.). Að haustlagi eru heiðlóur
algengar í september og sjást fram í
seinni hluta október.
Sandlóa (Charadrius hiaticula): Sandló-
ur eru farfuglar, sem koma í seinni hluta
april (1975: 20.4.; 1976: 21.4.; 1977:
28.4. ). Verpa einkum á austurhluta
Flateyjar, i sendnum fjörum og á tún-
um. Árið 1976 urpu mun fleiri pör á
vestasta hluta Flateyjar, miðað við
1975. Svo var einnig 1977 og 1978, og
urpu fuglarnir m.a. i grasmóum og í
húsgrunni. Fá pör verpa í hinum eyj-
unum; ég hef aðeins fundið hreiður i
Akurey og Langey. R.H. getur þess, að
sandlóur liafi verið algengar sem varp-
fuglar á Flatey 1908, einkum á sendnum
fjörunum á austurhlutanum, eins og nú
siðustu árin.
Mikil afföll voru á eggjutn vegna þess,
að sauðfé steig í hreiðrin, sem gjarnan
voru staðsett efst i fjörunni upp við gras,
en þar gekk sauðfé mjög mikið. Þetta
skeði eingöngu í byrjun varptímans,
sem hefst i þriðju viku maí. Sauðfé
gengur venjulega ekki í eyjunni lengur
en fram i júníbyrjun, þegar það er flutt
upp á land. Venjulega hafa egg eyði-
lagst áður en fullorpið var i hreiðrin.
Fuglarnir hafa þá hafið varp að nýju á
öðrum stað stutt frá. Eitt par mun hafa
gert fjórar tilraunir til varps árið 1975,
orpið samtals 11 eggjum, en þau mis-
fórust einatt. Þá eyðilögðust egg oft i
stórstraumsflóðum. Ungi merktur í
Flatey hefur komið fram í Frakklandi,
þá 2 ára.
Hrossagaukur (Gallinago gallinago):
Hrossagaukar koma um líkt leyti og
sandlóur (1975: 19.4.; 1976: 20.4.; 1977:
23.4.). Mjög algengir varpfuglar, al-
gengasta vaðfuglstegundin á svæðinu.
Þéttleiki er óvenjumikill miðað við
önnur svæði á íslandi. araskipti virðast
þó nokkur i fjölda varppara. Hrossa-
gaukar verpa um alla Flatey, allt upp i
örfáa metra frá mannabústöðum, svo
sem í húsagörðum. Þéttast verpa
hrossagaukar í þurrlendum móum á
vesturhluta eyjarinnar, svo og í óræktar-
móum milli Lundabergs og flugvallar.
Hrossagaukar verpa lítið annars staðar
en á Flatey, og hreiður hefur aðeins
fundist i Langey. Heil, ásetin egg hef ég
fundið allt fram til 20. ágúst, en hrossa-
gaukar byrja varp í þriðju viku maí.
Þessi langi varptími er líklega vegna
þess, að fuglar verpa aftur eftir að þeir
hafa komið ungum á legg og/cöa að
yngri fuglar verpa seinna en þeir eldri.
Ungi merktur á Flatey hefur náðst á
írlandi, þar sem hrossagattkar eru mikiö
veiddir til matar.
Skv. R.H. voru hrossagaukar með
öllu óþekktir á Flatey 1908. Eldri menn
segja aö hrossagaukum hafi farið fjölg-
andi á þessari öld, og koma þvi frásagnir
þeirra heim við athuganir R.H.
Hrossagaukar voru komnir til Flateyjar
árið 1942 (F.Guðm.).
Stelkur (Tringa totanus): Stelkar sjást
yfirleitt ekki á veturna cn koma um
miðjan apríl (1976: 18.4.; voru þegar
komnir 18.4. 1975 og 16.4. 1977). Mjög
236