Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 163
ágúst, koma fálkar út í eyjar og herja
nokkuð á kríurnar. Seinast í ágúst eru
þær að mestu farnar frá eyjunum.
Kría er langalgengasti varpfuglinn
á Flatey og verpur á austurhelmingi
eyjarinnar. Auk varpsins á Flatey, eru
kríuvörp í flestum hinum eyjunum,
aðallega i Akurey, Langey, Fládegis-
hólma, Ytri-Máfey og Flathólma (3.
mynd).
Kríur verpa viða á túnum og verða
ungar talsvert fyrir heyvinnuvélum.
Afkoma unga er misjöfn á milli ára.
Árið 1976 var t.d. stöðug ótíð, hvasst og
mikil væta allan fyrri helming ágúst. A
þessu tímabili fundust dauðir kríuungar
um allt, og voru það bæði dúnungar og
fiðraðir ungar, margir þeirra fleygir.
R.H. getur þess, að árið 1908 hafi
kríur verið sérlega algengar í hólmunum
sunnan Flateyjar og gefur i skyn, að ekki
hafi verið svo mikið á heimaeyjunni
sjálfri. Sama er að finna í dagbók
F.Guðm. frá 1942. I tið Jóns Bogasonar
urpu kríur fyrst og fremst i Akurey,
Langey og Ytri-Máfey, lítið á Flatey
sjálfri og þá aðallega á Lundabergi,
kringum tjörnina við Skeljavik og i
Nátthaga. Allt eru þetta aðalvarpsvæði
kríu núna. Hreiður hafa þrisvar fundist
á vesturenda Flateyjar (i Sitru um 1960,
við Grýluvog 1968 og 1969).
Milli 1965 og 1973 var lítið af verp-
andi kríum á athuganasvæðinu og
næsta litið á Flatey sjálfri. Árið 1973
fjölgaði kríum verulega í varpi á Flatey.
Sérstaklega var aukningin áberandi á
svæðinu kringum flugvöll, en þar höfðu
sárafáar kríur orpið fyrir 1973. Þetta
sama ár fækkaði verulega í Svefneyjum,
3. mynd. Núverandi varpdreifing kría á athuganasvæðinu. Skyggðu svæðin sýna út-
breiðslu varpanna. — The present breeding dislribution of Arctic Tern within the study area. Stippled
areas indicate the extent of nesling distribution.
i------1
200 m
o
241
16