Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 144
styggðar, t.d. að aðrir fuglar lentu, færu
eða flygju nærri.
Ég hef setið nokkrar klukkustundir
yfir sumum sátrum og talið með hálf-
tíma miilibili eða 3—6 sinnum á sólar-
hring, aðallega í bæli niður af bólinu
(kofanum) i Hellisey í Vestmannaeyj-
um. Hef ég komist að þeirri niðurstöðu,
að hlutfall hringvíu á sátrunum er mjög
stöðugt.
Ljóst má vera, að mikill munur er á
talningu í vikóttum 20—80 m háum
björgum, t.d. Hafnabergi og Svörtu-
loftum, og 200—500 m háum, lítt vik-
óttum björgum, t.d. Látrabjargi og
Hornbjargi. ! há björg verður að komast
undir á fjöru, fara nærri þeim á sjó,
komast upp eða niður i þau um gjár og
gil, eða upp i urðir, t.d. Stóru-Urð i
Látrabjargi, Hólmtríni eða Rana í
Hornbjargi, auk þess sem fara verður
með bjargbrúnum. Flestar úteyjar, t.d.
Elliðaey, Hellisey og Brandur í Vest-
mannaeyjum, Papey og Skrúður, eru
auðveldar til talningar.
Við áætlun á fjölda langvíu og stutt-
nefju í björgum hefi ég beitt eftirfarandi
aðferðum. Ef um móbergsbjarg hefur
verið að ræða, t.d. í Vestmannaeyjum,
hefi ég talið bergsyllur og áætlað lengd
þeirra. Ég hefi reynt að flokka vörp at-
hugunarsvæðisins í syllur eða þræðinga
(þ.e. þar sem er einsetið), palla þar sem
geta verið bæli (þ.e. þétt sátur á af-
mörkuðum bletti), og skúta eða hella, en
á þeim stöðum er erfiðast að áætla
fjölda. Síðasttöldu varpstaðirnir koma
sjaldnast fyrir.
Séu björgin hlaðin upp af hraunlög-
um, myndast á milli þeirra bergskil, sem
misjafnlega breiðar bergsyllur hafa
veðrast í. Á slíkum syllum er oft óslitið
varp. Enginn vandi hefur verið að telja
fjölda syllnanna frá fjöru að brún. Þessi
fjöldi er eigi jafn bjargenda á milli.
Mörg bjarganna eru hæst um miðbikið,
t.d. Hornbjarg og Látrabjarg, þannig að
ég hef þurft að hluta þau í svæði með
jöfnum fjölda berglaga, mæla lengd
svæðanna af korti og fá þannig fram
lengd bergsyllnanna. Við athugun á
bergsvæðunum hef ég skráð áætlun
verpandi fugla á hvern lengdarmetra á
blað. Um leið hef ég merkt þá staði þar
sem syllur breikka í palla með bælum,
eða þar sem skútar, kórar eða hellar hafa
komið fyrir. Hef ég þurft að áætla fjölda
fugla á þessum stöðum.
Inn á milli í bjargi, sem í Hælavíkur-
bjargi, geta komið flæmi þar sem bergið
er vikótt. Það gerir mælingu á korti
ógerlega, og hef ég áætlað lengd sylln-
anna í þeim tilvikum. Eins eru í þannig
björgum bjargnef eða snasir þar sem
fuglar mynda stór bæli, t.d. Gránefin i
Hælavíkurbjargi. Þar hef ég helst áætl-
að fjölda fugla út frá eggjatekju.
Þá eru sum vörp á dreif á snösum,
skeiðum, kórum og rifum. Nefnast slíkir
bjarghlutar hrifsingsbjörg. Með því að
áætla fermetrafjölda bjarghlutanna og
telja hin fáu sátur, hef ég getað áætlað
fjölda. Þannig hagar oft til um varp
framan í berglögum, þ.e. á milli syllna.
Til eru björg, t.d. örn (í Vestmanna-
eyjum) og Skrúður, þar sem móbergs-
hlutar eru saman við gosbergið. Þá er
bergið stuðlað en móbergið mjög snösótt
eða örðótt. Þar hef ég notað beinar
talningar, eða áætlanir á flatarmáli og
fjölda fugla á fermetra.
Mér er ljóst, að þessar áætlanir eru
mjög grófar. Á stundum hef ég getað
aflað talna yfir tekin egg á vissum
svæðum og borið saman við talningar
eða áætlanir. Við þessar áætlanir hef ég
222