Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 79
2. mynd. Hambjöllur (Reesa vespulae (Mill.)), lirfur fundnar i þurrkuðum sveppum,
Reykjavik (3. 2. 1979). — Reesa vespulae (Mill.), larvae found in dried fungi, Reykjavík (3. 2.
1979).
höfðu augsýnilega nærst á (Milliron
1939).
Spencer (1948) færði tegundina yfir í
ættkvíslina Megatoma Herbst, sem hann
taldi samnefni (synonym) fyrir Peri-
megatoma. Þar sem Megatoma var eldra
heiti, féll hið síðarnefnda úr gildi, skv.
alþjóðareglum um nafngiftir í dýra-
fræði.
Eins og sagt var hér að ofan, hefði
Milliron helst viljað gefa tegundinni
nýtt ættkvíslarheiti. Beal (1967) var
sammála honum í því efni. Hann taldi
tegund þessa eiga margt sameiginlegt
bæði með ættkvíslunum Megatoma og
Trogoderma, en áleit hana þó það frá-
brugna tegundum þeirra ættkvísla, að
réttlætanlegt væri, að tegundin fengi
nýtt ættkvíslarheiti. Hann tók upp
heitið Reesa á nýju ættkvíslina og Reesa
vespulae (Milliron, 1939) er því fullt heiti
tegundarinnar, eins og málin standa, er
þetta er skrifað.
Tegundin er nú þekkt allvíða í Norð-
ur-Ameríku, bæði i Bandaríkjunum,
þar sem hún hefur fundist í fylkjunum
Minnesota, Michigan, Norður-Dakota
og Kaliforníu, og í Kanada, en þar hefur
hún fundist í Quebec og Bresku
Kólumbíu (Robert 1956; Spencer 1956;
Beal 1967; Mroczkowski 1968).
Hambjöllunnar varð fyrst vart austan
Atlantshafs árið 1959 í grasasafni há-
skólans i Moskvu (Zhantiev 1973).
157