Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 10
uppbyggingu, sá Finnur um að halda
öðrum söfnum við og ganga vel frá öllu
sem safninu barst. Áður en grasafræð-
ingur var ráðinn til safnsins, hafði
Finnur umsjón með grasasöfnum og lét
auk þess talsvert, sem hann hafði safnað
sjálfur, renna til þeirra. Finnur hafði
líka mikinn áhuga á ýmsum öðrum
dýrahópum en fuglum, t.d. lindýrum og
kröbbum.
Árið 1953 var Finni boðið til Banda-
ríkjanna. Ffann mátti ráða því hvert
hann færi og safna þeim fuglum sem
hann vildi fyrir Náttúrugripasafnið. Þar
eð hann hafði einkum áhuga á dýralífi
norðlægari slóða, valdi nann Pribilof-
eyjar og Yukon-Ku 'a kwim svæðið í
Alaska. Varð sú för honum mjög
minnisstæð, og á safnið talsvert af fugl-
um, sem hann safnaði i þeirri ferð. Árið
1955 stjórnaði Finnur söfnunarleiðangri
til Meistaravíkur á Grænlandi. Fékk
hann í för með sér þá Kristján Geir-
mundsson og Hálfdán Björnsson frá
Kvískerjum. Finnur hafði í huga að gera
út sams konar leiðangur til Færeyja, en
er til kom, neituðu Danir um leyfi til
söfnunar þar.
Finnur Guðmundsson var löngu
þjóðkunnur fyrir störf sín í þágu fugla-
fræði. í augum þorra almennings var
hann samnefnari allrar viðleitni til
aukinnar þekkingar á því sviði hér á
landi. Hann lét einnig náttúruverndar-
mál mjög til sin taka. Hann átti sæti í
Náttúruverndarráði frá stofnun þess
árið 1956 til ársins 1975. Hann var for-
maður fuglafriðunarnefndar frá stofnun
hennar 1948 og fulltrúi íslands í Al-
þjóðafuglaverndunarráðinu (I.C.B.P.).
Finnur var í senn mjög góður vís-
indamaður og framsýnn skipuleggjari.
Áhrif hans á þróun náttúrufræðimála,
stefnumörkun bæði náttúruverndar- og
rannsóknarmála, í landinu eru veruleg.
Mörg eru málin, sem hann fylgdi eftir af
þunga, og líklega tókst honum oftar en
ekki að beina málum á þann veg, er
hann taldi hinn eina rétta. Óhætt er að
segja, að hann hafi knúið fram mörg
mál einungis fyrir eigin atbeina, þrátt
fyrir megna mótspyrnu vegna skiln-
ingsleysis eða hagsmuna, en andstaðan
gat stundum snúist upp í andúð.
Áhrif Finns eru víðtæk fyrir það, að
hann var um áratuga skeið ráðgefandi í
ýmsum málum er snertu náttúru ís-
lands, náttúrufræðirannsóknir og sam-
skipti við erlend ríki á þessu sviði. Hann
vakti ennfremur athygli á ýmsum
mikilvægum málum. Greinargerðir
Finns eru ótal margar. Æðarvarp og
dúntekja, eyðing „vargfugla", eyðing
minks og refs, rjúpan og loðdýrarækt
eru mál, sem Finnur þurfti oft að fjalla
um. Hann lagði ætíð ríka áherslu á
mikilvægi rannsókna, ef raunhæf lausn
ætti að nást, en þar var oft talað fyrir
daufum eyrum. Þá má segja, að Finnur
hafi samið lög um fuglaveiðar og fugla-
friðun frá 1954, auk þess sem hann vann
að endurskoðun þeirra, þar sem grund-
völlur var lagður að núgildandi lögum
frá 1966.
Finnur átti sæti i ritnefnd ritverksins
„The Zoology of Iceland" frá 1949.
Þetta verk hefur verið að koma út síð-
ustu 40—50 ár og fjallar um íslenskar
dýrategundir og útbreiðslu þeirra. Auk
fastra nefnda eða ráða, vann Finnur í
fjölda stjórnskipaðra nefnda svo og
undirnefnda Náttúruverndarráðs vegna
tiltekinna verkefna.
Það, sem helst einkenndi þessi störf
Finns, var hversu vel hann vann að
undirbúningi þeirra og hversu vel hann
88