Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 159
algengir varpfuglar, eða nærri eins al-
gengir og hrossagaukar. Einkum al-
gengir á austurhelmingi Flateyjar.
Þéttleiki á Flatey er mjög mikill miðað
við aðra staði á landinu. R.H. getur
þess, að stelkar hafi verið allútbreiddir
varpfuglar 1908 en þó ekki í miklum
fjölda. Líklegt er að tegundinni hafi
fjölgað nokkuð síðan um aldamót. Þó
virðast vera nokkur áraskipti í fjölda
varppara. Fá pör verpa í hinum eyjun-
um. Hreiður hafa fundist í Ytri-Máfey,
Hádegishólma, Langey og Akurey.
Tveir stelkar merktir á Flatey hafa
komið fram á Bretlandseyjum að
haustlagi, annar merktur sem ungi,
hinn sem fullorðinn fugl á hreiðri.
Lóuþræll (Calidris alpina): Lóuþrælar
koma til Flateyjar í seinni hluta apríl —
byrjun maí (1975: 20.4.; 1976: 29.4.;
1977: 6.5.). Þeir eru ekki algengir varp-
fuglar en verpa dreift um alla Flatey.
Verpa líklega ekkert í hinum eyjum
athuganasvæðisins.
Um og upp úr miðjum maí er nokkuö
af lóuþrælum á fjörunum, líklega um-
ferðarfuglar að leita varpstöðvanna. I
júní sjást lóuþrælar yfirleitt ekki á fjör-
unum en fara svo að sjást aftur um og
upp úr mánaðamótum júní/júlí.
Skv. Jóni Bogasyni fannst fyrsta lóu-
þrælshreiðrið sem vitað er um, ca. 1954
(Skeljavík). Nokkuð víst má telja, að
lóuþrælar hafi ekki orpið á Flatey 1908,
en R.H. sá aðeins einn fugl (í fjöru) þá
daga, sem hann dvaldist þar. F.Guðm.
getur tegundarinnar eingöngu sem um-
ferðarfugls.
Þórshani (Phalaropus fulicarius): Þórs-
hana er fyrst getið frá Flatey í dagbók-
um R.H. frá 1908. Hann segir, að þessi
annars sjaldgæfi fugl á íslandi, hafi
verið mjög algengur í öllum hólmunum
(þ.e. á núverandi athuganasvæði minu).
R.H. fann hreiður á þessu svæði og
safnaði einum fullorðnum kvenfugli.
Hantur þessa fugls er nú varðveittur í
dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn.
Þessar merku athuganir Hörrings voru
lengi vel óþekktar islenskum fuglafræð-
ingum.
Þ. 2.7. 1939 var breskur stúdent að
nafni P.I.R. MacLaren á ferð í Flatey.
Getur hann þess í bréfi til Magnúsar
Björnssonar (starfsmanns Náttúru-
gripasafnsins eins og það hét þá), að í
Flatey væru a.m.k. 12 þórshanar og ekki
verpandi. Ég tel, að seinasti hluti
athugasemda MacLarens sé ekki á rök-
um reistur og stafi af því, að hann hafi
ekki verið nógu kunnugur lifnaðarhátt-
um tegundarinnar.
Þegar Finnur Guðmundsson dvaldi í
Flatey árið 1942, sá hann marga þórs-
hana, einkum i Langey, Akurey og á
austurhluta Flateyjar. Hann fann fjögur
hreiður (2 í Langey, 1 í Akurey, 1 á
Barnabergi í Flatey). Egg úr tveimur
þessara hreiðra eru nú varðveitt á
Náttúrufræðistofnun. Björn Björnsson,
fuglaljósmyndari frá Norðfirði, var á
ferð í Flatey árið 1945 og tók ágætar
myndir af þórshönum. 2. mynd sýnir
eina þessara mynda Björns, en hann
ánafnaði Náttúrufræðistofnun mynda-
safni sínu eftir sinn dag.
Er Finnur Guðmundsson var í Flatey,
skrifaði hann niður upplýsingar um
fugla eftir Jóni Bogasyni, sem þá var
búsettur í Flatey. Sagði Jón þórshana
verpa í flestum eyjum, eitt eða fleiri pör,
en í Langey og Akurey 3—4 pör hvorri.
Síðar (1977) sagði Jón mér, að á þessum
árum hafi 7—10 þórshanahreiður verið
237