Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 23
l.mynd. Tíftni þanglúsa af ættkvíslinni
Jaern í sýnum úr mismunandi beltum kló-
þangs- og bóluþangsfjara á Norður- og
Austurlandi. N = heildarfjöldi sýna. Beltin
eru: A - svæðið ofan brúnþörunga. B -
klapparþangsbelti. C - efsti þriðjungur kló-
þangs- eða bóluþangsbeltis. D - miðþriðj-
ungur klóþangs- eða bóluþangsbeltis. E -
neðsti þriðjungur klóþangs- eöa bóluþangs-
beltis. F - skúfaþangsbelti. — Percentagc
frequency of Jaera spf>. in samþles from different
zones of shores in northern and eastern Iceland
where Ascophyllum nodosum (uþpergraph) or
Fucus vesiculosus (lower graph) are dominant
fucoids in the middle shore. The sampled area at
each station is 800 cm-. N= total number of
samples. The zones are: A - area above fucoids. B -
Fucus spiralis zone. C - upþermost third of
Ascophyllum or F. vesiculosus zone. D - middle
thirdof Ascophyllum or F. vesiculosus zone. E -
lowermost third of Ascophyllunt or F. vesiculo-
sus zone. F. - Fucus distichus zone.
anverð klóþangs- og bóluþangsbeltin,
þar sem þau eru fyrir hendi (1. mynd).
Nægileg gögn skortir til þess að sýna
dreifingu tegundarinnar í skúfaþangs-
fjörum. I þangfjörum heldtir /. ischiosetosa
sig fyrst og fremst á þanginu
sjálfu, en hún finnst einnig i nokkrum
mæli á og undir steinum (Tafla III). Þar
sem ísalt er og þang skortir halda dýrin
sig nær eingöngu undir steinum, a.m.k.
þegar lágsjávað er.n
Mergð þessara þanglúsa er oft mikil.
Þannig reyndust að meðaltali vera um
640 dýr á fermetra í klóþangs- og bólu-
þangsbeltum noröanlands og austan. Ef
eingöngu eru teknar með í dæmið þær
stöðvar, sem tegundin fannst á er með-
alfjöldinn um 3245 dýr á fermetra.
Tekið skal fram að í þessum útreikningi
cr nýklöktu ungviöi sleppt, en það er
stundum í mikilli mergð.
Jaera alhtfrons. Þegar á heildina er litiö
er þetta sennilega algengasta tegundin í
fjörum landsins, þótt hún sé fremur fá-
tið suðvestanlands (Tafla 1). Hún finnst
nær cingöngu í þangfjörum, einkum
hinum skýldu klóþangsfjörum (Tafla II).
Norðanlands og austan er hún þannig
ntun tíðari í slíkum fjörum en í hinum
brimasamari bóluþangs- og skúfa-
þangsfjörum (X2=4.74 og 4.67, í báð-
um tilvikum 0.05 > P > 0.025). Tegund-
in þolir verulega lækkun á seltu frá því
sem gerist í fullsöltum sjó (sbr. Jones
1972), þótt hún geti engan veginn talist
einkennistegund fyrir ísalt umhverfi. Sam-
kvæmt athugunum Valgerðar Jakobs-
I'afla III. Hlutfall greindra karldýra af ættkvíslinni Jaera, sem fannst við hreinsun á
þangi skornu af reitum. Hin karldýrin fundust á eða undir steinum. Sýnin eru úr
klóþangs- og bóluþangsfjörum á Norðurlandi. N = heildarfjöldi grcindra karldýra.
— Percentages of males of Jaera sþp. obtained by washing algae cut from quadrats. Rematmng
males were picked from quadrats after algae had been cut, mainly from under stones. The samples
are from Ascophyllum and Fucus vesiculosus shores (see Table II) of northern Iceland.
N— total number of idcntified males.
N Úr þangi From (ilgae %
J. ischiosetosa 1088 1033 94.9
J. albifrons 1313 1227 93.4
J. þrehirsuta 191 188 98.4
1) Tegundin hefur |jó nýlega fundist i skeljasandsfjöru innst i Önundarfirði.
101