Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 91
fer frá Evrasíu til Afríku á veturna eða
hauststofn um 900 milljón einstakl-
inga. Þá eru laufsöngvarar 10 sinnum
algengari sem varpfuglar á Bretlands-
eyjum (Sharrock 1976), og Raböl &
Petersen (1973) segja laufsöngvara vera
10 sinnum algengari en gransöngvara í
Danmörku um fartímann.
Norðlægari varpútbreiðsla lauf-
söngvara kemur á norðurmörkunum
cinkum fram á Norðurlöndum. Lauf-
söngvarar verpa um öll Norðurlönd en
gransöngvarar einungis í suðurhluta
þeirra. Mismunur á varpútbreiðslu teg-
undanna kemur þó einkanlega vel fram
á suðurmörkum útbreiðslusvæðisins. í
Evrópu og Asíu ná gransöngvarar suður
á Spán, S.-Frakkland, ítaliu, Kákasus
og Litlu-Asíu en laufsöngvarar í Mið-
Frakkland, N.-Italíu, Austurríki og
Ungverjaland. Þá eru suðurmörk lauf-
söngvara öll norðan Svartahafs og
Kaspíahafs, gagnstætt suðurmörkum
gransöngvara, sent ná suður fyrir þessi
stóru höf (Voous 1960, Moreau 1972).
Þrátt fyrir, að laufsöngvarar verpi á
norðlægari slóðum en gransöngvarar,
fara þeir þó miklu sunnar í Afríku í
vetrarheimkynni (Moreau 1972). Lætur
nærri að farflug gransöngvara sé að
meðaltali um 5000 km en laufsöngvara
um 8000 km. Af þessu mætti draga þá
ályktun, að laufsöngvarar séu betri
flugfuglar. Þeir eru líka með lengri og
mjórri vængi (Withcrby o.fl. 1938) og
ættu því að vera betur fallnir til lang-
flugs en gransöngvarar. Sýnt liefur verið
fram á meðal margra fuglategunda, að
mismunandi deilitegundir sömu teg-
undar geta haft mismunandi vænglög-
un og stærð, allt í samræmi við það
hvort þeir séu far- eða staöfuglar. Stað-
fuglarnir eru venjulega með styttri og
breiðari vængi (sbr. Drost 1962, Schúz
1971). Samkvæmt eigin athugunum
virðast mér laufsöngvarar vera mun
betri flugfuglar, en ég hef mjög oft haft
tækifæri til að fylgjast með báðum
tegundum í birkikjarrinu í Eystri-
Hvammi. Laufsöngvarar eru mun kvik-
ari á greinum birkisins, þegar þeir eru
við fæðuöflun.
Eins og áður segir, verpa laufsöngv-
arar á norðlægari slóðum en gran-
söngvarar og þurfa að fara lengra til að
ná vetrarheimkynnum. Þess vegna má
búast við því, að laufsöngvarar fari fyrr
úr sumarheimkynnum en gransöngvar-
ar. Það er svo á Bretlandseyjum
(Witherby o.fl. 1938), og samkvæmt
Haftorn (1971) yfirgefa laufsöngvarar
Finnmörku (í N.-Noregi) í fyrri helm-
ingi september en gransöngvarar S,-
Noreg í lok september. Laufsöngvarar
virðast því yfirleitt vera fyrr á ferðinni
en gransöngvarar, þótt Raböl & Peter-
sen (1973) segi, að laufsöngvarar fari
2—-3 vikum seinna en gransöngvarar um
Hesselö við Danmörku (? prentvilla).
Gwinner o.fl. (1972) og Drost & Stansi-
laus (1938) segja, að laufsöngvarar séu
fyrr á ferð í Miðvestur-Evrópu á haustin
en gransöngvarar. Þá eru laufsöngvarar
og fyrr á feröinni í farflugi á eyjunni
May við austurströnd Skotlands eða á
tímabilinu snemma í ágúst—miðs októ-
ber, en gransöngvarar seinni hluta
ágúst—október (Eggeling 1974). Eins
og 4. mynd sýndi, komu laufsöngvarar
fyrr til íslands en gransöngvarar.
Hvenær fuglar yfirgefa sumarheim-
kynnin segir þó ekki allt. Mismunandi
er, hvenær hinar ýmsu deilitegundir
sömu tegundar yfirgefa sumarheim-
kynnin og hversu miklir farfuglar þeir
eru. Sumar hinna suðrænni deiliteg-
169