Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 40
Skú f önd (Aythya fuligula) er hér fremur
sjaldgæfur varpfugl. Við Hofgarða-
tjarnir verpa scnnilega 10—15 hjón. Þá
hef ég séð skúfendur á Sauratjörn
sunnanfjalls og á Fiskitjörn í Kolbeins-
staðahreppi. Líklegt er að skúfönd verpi
við framantaldar tjarnir. Ennfremur sá
ég 5 skúfendur á Haffjarðará, þar sem
heitir Bænhúsvað. Sennilega verpa
skúfendur víðar um láglendistjarnir
Kolbeinsstaðahrepps. Norðanfjalls hef
ég ekki orðið skúfandar var.
Æðarfugl (Somateria mollissima) er
mjög algengur eins og víðast annars
staðar við strendur landsins. Mestu æð-
arvörp með ströndum Hnappadalssýslu
eru eða hafa veriö á Ytri-Jörfaeyjum,
Stóra-Hraunseyjum og á Hjallatanga í
landi Hausthúsa. Þá hefur verið mikið
æðarvarp í Ytra-Skógarnesi. I landi
Staðastaðar hefur verið komið upp álit-
legu æðarvarpi í hólmum í vötnum
skammt frá ströndinni. Utar á nesinu er
mér ekki kunnugt um meiriháttar æð-
arvörp, en æðarfugl verpur þó víðast
hvar með ströndinni. Mesta æðarvarp
norðanmegin á nesinu er líklega í Brok-
ey og í Melrakkaey, en sú síðarnefnda er
nú friðlýst.
Ollum þeim æðarbændum, sem ég
hef átt tal af, hefur borið saman um, að
æðarvarp hafi minnkað síðustu þrjá til
fjóra áratugina. Utan varptímans held-
ur æðarfugl sig oft við árósa, víkur og
voga í þúsundatali.
Straumönd (Histrionicus histrionicus)
má heita strjáll varpfugl, en mun þó
sjást á flestum ám í sýslunum. Einkum
virðist straumöndin halda sig á ám við
útfall vatna. T.d. hef ég séð smáhópa við
útfall Hítarvatns, Hlíðar- og Odda-
staðavatns og Baulárvallavatns, svo
nokkrir staðir séu nefndir. Þótt straum-
öndin verpi fremur seint, virðist eitt-
hvað af henni koma á árnar allsnemma
vors. Hinn 29. apríl 1956 sá ég 2 karl-
fugla biðla til kvenfugls skammt frá
Haffjarðarárbrú hinni eldri. A vetrum
heldur straumöndin sig á sjónum með-
fram ströndum þar sem klettótt er.
H ável la (Clangula hyemalis) er sjaldgæf
um varptímann. Hinn 20. júní 1957 sá
ég þó tvenn hjón á Gæshólatjörn i
Hjarðarfellsdal. Eg tel mjög sennilegt,
að þau hafi átt hreiður í grennd við
tjörnina. Þennan sama dag sá ég einnig
karlfugl á suðvesturhorni Baulárvalla-
vatns. Eru þetta einu hávellurnar, sem
ég hef séð um varptímann á svæöinu.
Guðmundur Sigurðsson frá Land-
brotum hefur sagt mér, að hann hafi oft
séð hávellur á vötnum og tjörnum í
Höfðaási og á Rauðamelsheiði á árun-
um 1930—1940. Á síðasta áratug, þegar
ég hef heimsótt þessar slóðir, hef ég ekki
orðið þeirra var. Á vetrum eru hávellur
algengar á sjó meðfram ströndinni.
Toppönd (Mergus serrator) er hér mjög
algengur varpfugl víðast hvar. Hún er
algeng í mörgum eyjum og verpur oft í
lundaholur. Toppönd er nokkuð jafn-
dreifð á láglendinu en algengust með-
fram Haffjarðará og Hítará. Seinni
hluta sumars safnast toppendur í hópa
meðfram ströndinni. Hinn 31. ágúst
1961 sá ég t.d. 400—500 í hóp á ósi
Straumfjarðarár.
Gulönd (Mergus merganser) er miklu
fátíðari en toppöndin. Höfuðstöðvar
hennar í sýslunum eru Hítará og Haf-
fjarðará, en þar má hún heita allalgeng.
118