Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 85
Hálfdán Björnsson:
Komur laufsöngvara og gran-
söngvara að Kvískerjum í Oræfum
INNGANGUR
Laufsöngvarar (Phylloscopus trochilus)
og gransöngvarar (Phylloscopus collybita)
eru nrjög litlir spörfuglar söngvaraættar
(Muscicapidae). Þeir eru minnstir
þeirra fugla, sent flækjast til Islands, ef
frá eru taldir síberísku frændur þeirra,
hnoðrasöngvarar (Phylloscopus inornatus)
og glókollar (Regulus regulus).
Laufsöngvarar eru aðeins urn 11 sm á
lengd, oftast gulgrænir að ofan en gul-
leitir að neðan með gula rák yfir aug-
um. Fætur eru oftast ljósbrúnir.
Gransöngvarar eru einnig um 11 sm
á lengd, oftast ólífubrúnir að ofan
og skolhvítir að neðan en geta verið
með mjög misjafnlega gulgrænum blæ.
Ólíkt og á laufsöngvurum eru fætur
þeirra oftast dökkir. Þessar tegundir eru
mjög torgreindar úti í náttúrinni, ekki
síst þegar gulgræni liturinn á gran-
söngvurum verður mjög áberandi.
Hljóð tegundanna eru alveg eins, þegar
þær koma til íslands á haustin. Hins
vegar eru tegundirnar auðgreindar á
ólikum söng í varpheimkynnum sínum.
Hafi maður fuglana í höndununr, er
auðveldast að greina þá á flugfjöðrun-
um. Vængir gransöngvara eru rniklu
snubbóttari (sjá Peterson o.fl. 1962).
Fuglar þessir eru nærri árlegir gestir
hér á landi. Þeir eru skordýraætur og er
því oftast lítið æti fyrir þá hér á landi,
þar sent þeir koma einkum á haustin.
urn á haustin.
Greinin fjallar um komutíma þessara
tveggja söngvarategunda til Kvískerja í
Öræfum. Gerð er grein fyrir á hvaða
tímum árs tegundanna hefur orðið vart
og hversu margir einstaklingar hafa sést,
en athuganirnar ná yfir 36 ára tímabil.
Samanburður er gerður milli tegund-
anna, og er hann áhugaverður af því um
er að ræða tvær náskyldar tegundir, sem
eru ákaflega torgreindar úti í náttúr-
unni.
HEIMKYNNI TEGUNDANNA
OG DEILITEGUNDIR
Báðar tegundirnar koma frá gamla
heiminum, þar sem þær eru mjög al-
gengar. Varpheimkynni laufsöngvar-
anna eru um alla norðanverða Evrópu,
austur unt Rússland og austur eftir nær
allri Síberíu. Varpheimkynni gran-
söngvara eru mikið til þau söniu og
laufsöngvara. Gransöngvarar verpa
þó ekki eins norðarlega en hins vegar
lengra til suðurs í Evrópu og allt suður i
N.-Afríku.
Náttúrufræöingurinn, 49 (2 — 3), 1979
163