Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 160
2. mynd. Þórshani á sundi. Flatey á Breiðafirði. Júní 1945. — A Grey Ptuilarope. Flatey in
Breidafjordur in June 1945. — Ljósmynd/FVioío: Björn Björnsson frá Norðfirði.
á Flatey (í Nátthaga og á Kjóatanga), í
Akurey, Langey, Kerlingarhólmi og
Innri-Máfey.
Árið 1967 var Árni Waag á ferð í
Flatey og sá þórshana í Nátthaga og
Nátthagatanga. Hafði hann eftir Haf-
steini Guðmundssyni, að þórshanar
yrpu árlega í Nátthaga og ennfremur
nokkur pör í hólmunum sunnan F’lat-
eyjar. Áleit Hafsteinn, að árlega yrpu
8— 10 pör á svæðinu.
Árið 1970 var miklu af austurhluta
Flateyjar breytt í tún, eða alveg inn að
Nátthaga og allt í kringum tjörnina upp
af Skeljavík (nema smáskikum). Við
það virðast þórshanar hafa hætt varpi
að mestu á Flatey sjálfri, en þar höfðu
þeir verið algengastir á seinni hluta
áratugsins 1960—1970, þ.e. í Nátthaga,
kringum tjörnina við Skeljavík, og eitt
og eitt par meðfram Hólsbúðarvogi
alveg að Miðpolli. Nú verpa þórshanar
fyrst og fremst í eyjunum sunnan Flat-
eyjar.
Síðan 1974 hef ég fundið þórshana-
hreiður á eftirtöldum stöðum: Flatey
(Nátthagatanga), Akurey, Langey, Há-
degishólma og Ytri-Máfey. Á árunum
1974—1978 áleit ég, að 10— 12 pör yrpu
á athugunarsvæðinu, einkum í Langey
(2 — 3), Akurey (1—2) og Hádegishólma
(2). Á Flatey sjálfri hefur verið eitt par, í
Nátthaga eða í Nátthagatanga. F'jöldi
varppara virðist því ekkert hafa breyst
síðustu áratugi og er það vel.
Friðlýsing austasta hluta Flateyjar
var m.a. gerð með þórshana í huga,
enda fágæt tegund sem verður að
vernda.
238