Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 44
mjög algengur meö strönd Hnappa-
dalssýslu, og verpur hann nær því í
hverri eyju og hverjum hólma og á út-
nesjum og sandeyrum þessa svæðis. Á
láglendinu verpur svartbakur einkum í
hólmum, á holtum og ásum og á þurr-
um svæðum umluktum illfærum fenj-
um. I Glámsflóa í Miklaholtshreppi á
hann varpstöðvar og er það stærsta
svartbaksbyggðin í Hnappadalssýslu,
sem ég veit um. Upp til heiða hef ég
aðeins séð svartbak verpandi á hólma í
Stórhólmatjörn og við Másvötn.
Hvítmáfur (Larus hyperboreus) verpur
á eftirtöldum slóðum samkvæmt upp-
lýsingum Agnars fngólfssonar: Utan í
Svartbakafjalli, Tröð, Búlandshöfða,
Mýrarhyrnu, Kirkjufelli og í Bjarnar-
hafnarfjalli, þ.e. einungis norðan á nes-
inu. Á öllum þessum stöðum verpur
hvítmáfurinn á stórum grónum syllum í
fjöllunum og má sjá hina hvanngrænu
varpstaði langar leiðir að. Þá verpur
hvítmáfur á Melrakkaey, en hún er einn
af fáum stöðum, þar sem hann verpur á
sléttu. Hvítmáfurinn er algengur í sýsl-
unni árið um kring, t.d. aðalhafnar-
máfurinn við Ólafsvík, Grundarfjörð og
Stvkkishólm.
H e 11 u m á f u r (Larus ridibundus) verpur
aðeins á fjórum stöðum, svo ég viti til.
Það er á tjarnasvæðinu yst á Hitarnesi, á
Stóra-Hraunseyjum, við Sauratjörn og
við Hofgarðatjarnir. ( Síðastnefnda
byggðin er stærst og verpa þar á að giska
50 hjón. Vel má vera, að hettumáfur
verpi annars staðar á nesinu, þótt mér sé
ekki kunnugt um það. Hann er ein af
þeim fuglategundum islenskum, sem
hefur breiðst mjög út hina síðustu ára-
tugi og hefur sennilega numið land í
sýslunum á áratugnum 1950—1960.
Utan franrantaldra varpstaöa sjást
stöku hettumáfar víðsvegar um sýslurn-
ar.
Rita (Rissa tridactyla) verpur ekki í
Hnappadalssýslu. Það er ekki fyrr en við
Arnarstapa að rita finnst í varpi. Þar er
hún mjög áberandi eins og alls staðar,
þar sem hún verpur. Má segja, að hún sé
einkennisfugl við strendurnar á þcssum
slóðum. Ritan er áberandi i hinum eig-
inlegu fuglabjörgum, Svalþúfubjargi og
Svörtuloftum. Ein stærsta ritubyggð
utan svæðisins frá Arnarstapa að
Svörtuloftum, er án efa Vallnabjarg
gegnt Ólafsvík. I Elliðaey er einnig stór
ritubyggð.
Kria (Sterna paradisaea) er algengur
varpfugl meðfram allri strandlengjunni,
þar sem hentugir varpstaðir finnast.
Krían verpur á hálfgrónum söndum og
sjávarbökkum, á melum, mosaþemb-
um, smáþýfðum mýrum og sendnu
graslendi. Upp til heiða sjást stöku kri-
ur, en þær virðast hvergi verpa þar. Ekki
er hægt að geta hér um kríur, án þess að
minnast á hið einstæða kríuvarp að Rifi
við Hellissand. I tugi ára hefur Frið-
þjófur Guðmundsson verið vakinn og
sofandi yfri kríubyggðinni þar. Árangur
af þessu framtaki Friðþjófs er eitt
stærsta og þéttasta kríuvarp á Islandi.
Álka (Alca torda) verpur einkum i Sval-
jrúfubjargi og Svörtuloftum cn auk [jess
nokkur slæðingur á svæðinu frá Arnar-
stapa að Keflavíkurbjargi.
Langvía ((Uria aalge) verpur i Sval-
þúfubjargi, Lóndröngum og Svörtuloft-
122