Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 29
inum fjölgaði við meyfæðingu, þ.e. án
frjóvgunar, en það er rangt. A hinn
bóginn hafa nokkur karldýr fundist í
Noregi (Sars 1896) og á Bjarnarey
(Somme 1934). Þau eru minni og hafa
lengri og breiðari endaliðsplötu (supra
anal plate) á afturbol en tvíkynja dýr.
Hlutverk karldýranna í viðgangi stofns-
ins er með öllu óljóst.
Sumar tegundir Notostraca (Trioþs
granarius og T. australiensis) eru alltaf
einkynja og verpa ekki án mökunar
(Longhurst 1955). Álíka mikið er af
karl- og kvendýrum.
Æxlun Triops cancriforrnis, sem er al-
gengur í Evrópu, er talsvert flóknari. I
suðrænum löndum, t.d. Alsír, er hann
einkynja. Eftir því sem norðar dregur
fækkar karldýrum, og er hlutfall þeirra
oft það lágt, að sjálffrjóvgun tvíkynja
dýra þarf til að viðhalda stofninum. Á
norðurmörkum heimkynna hans (Bret-
land, Svíþjóð) eru karldýr óþekkt með
öllu (Longhurst 1955).
Ekki er vitað hve mörgum eggjum
skötuormurinn verpir. Fyrst eftir að
þeim er verpt eru þau geymd i sérstök-
um hylkjum á ellefta fótapari. Talið er,
að þau séu losuð eitt og eitt í einu úr
hylkjunum svo að sjaldan eru fleiri en 4
egg í einu í hvoru hylki (Sars 1896). I
Mývatni hefur fundist skötuormur með
9 egg í hvoru hylki, og er það mesti fjöldi
sem um getur.
Lirfur skötuormsins klekjast á svo-
nefndu metanáplíus stigi (2. mynd).
Þær eru mjög ólíkar fullorðnu dýrun-
um. Lengi var talið, að skötuormurinn
hefði ekkert metanápliusstig og fyrsta
lirfustig hans samsvaraði þriðja lirfu-
stigi skyldra tegunda svo sem T. cancri-
formis (Poulsen 1940, Longhust 1955).
Stutt er síðan metanáplíuslirfur skötu-
2. mynd. Skötuormslirfur úr Mývatni 27.
5. 1978. Fyrsta lirfustig (metanáplius) er ofar
en annað lirfustig neðar. Aðeins hægri
fálmari er sýndur á neðra dýrinu. — The first
two instars of Lepidurus arcticus. Based on
sþecimens frotn Lake Mývatn, northem Iceland.
orms fundust, en það var í Noregi
(Borgstrom og Larsson 1974). Nú hefur
metanáplíuslirfa einnig fundist hér á
landi (Mývatn, 27. maí 1978). Lirfa
þessi lifir á vatnsbotninum og er aðeins
rúmur 1 mm að lengd. Þetta fyrsta
lirfustig varir aðeins i um eina klukku-
stund áður en hamskipti verða og næsta
iirfustig tekur við. Oll næstu lirfustig
bera svip fullorðinna dýra. Þau hafa
skjöld, liðskiptan bol og tvo halaþræði.
Aftara fálmarapar annars og þriðja stigs
lirfu er vel þroskað og öflugt sundtæki.
Þessar lirfur finnast oft í svifi (Poulsen
1940), en ekki er víst hvort þær eru al-
gerlega sviflægar eða halda sig einnig
107