Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 32
að greina þessa hluta til tegunda. Þegar
niðurstöðurnar voru teknar saman
(Tafla I) var einungis reiknað með þeim
pörtum fæðudýra, sem samsvöruðu
mestum einstaklingsfjölda. Ef til dæmis
höfuðskildir tiltekinnar fæðutegundar
voru fleiri en afturbolir, voru afturbol-
irnir ekki reiknaðir með en höfuð-
skjaldafjöldinn látinn gilda sem heild-
arfjöldi.
Samkvæmt þessum niðurstöðum
mætti í fljótu bragði álykta, að skötu-
ormar í Mývatni væru að miklu leyti
rándýr. Eins og áður greinir, var megnið
af dýraleifunum stakir skildir af höfði og
bol krabbadýra, afturbolir þeirra og
ennfremur stakir hausar af mýlirfum.
Slikar leifar eru mjög algengar í botn-
leðju Mývatns og getur þéttleiki þeirra
farið upp í um 11000 í hverjum rúm-
sentimetra af leðju (Arni Einarsson
1979). Þessar leifar eru ótrúlega þolnar
og varðveitast í leðjunni í þúsundir ára.
Líklega er þéttleiki dýraleifa í botnleðju
hvergi jafn mikill og í Mývatni ef ntiðað
er við vötn sem skötuormar lifa í. Þegar
þetta er haft i huga lítur dæmið öðruvísi
út. Þá verður beinlínis líklegt, að dýra-
leifarnar hafi verið étnar með leðjunni.
Þess má geta til frekari skýringar, að
leðjan í mögum skötuormanna hafði
bersýnilega verið síuð áður en hún var
innbyrt. Það sést best á því, að kísilþör-
ungarnir í leðjunni tilheyrðu flestir
stórum tegundum (Cymatopleura, Epi-
themia, Cymbella). Smáar tegundir,
sem eru í miklum meirihluta í leðju
Mvvatns, höfðu því verið síaðar í burtu.
Nokkrir af botnkröbbunúm, einkum
hjálmfló (Acroperus harpae) og mánaflóin
Alona rectangula, voru það ferskir í mög-
um skötuormanna, að ætla má, að þeir
hafi verið étnir lifandi, enda er ekki
óeðlilegt, að eitthvað slæðist með af lif-
andi smádýrum þegar leðja er síuð og
étin.
Niðurstaðan af þessum fæðuathug-
unum er sú, að skötuormurinn í Mý-
vatni sé að mestu leðjuæta eins og aðrir
skötuormar.
Sem leðjuæta er skötuormurinn hið
ákjósanlegasta fæðudýr fyrir fugla og
fiska. Dýr sem er svo neðarlega í fæðu-
keðjunni eins og skötuormurinn, á þess
kost að vera með stærri stofn en ella. Það
stafar af því, að stórum hluta af tiltæku
lífrænu efni í stöðuvatninu er brennt
sem eldsneyti í hverju fæðuþrepi. Væri
skötuormurinn ofar í fæðukeðjunni
kæmi minna af næringarefnaforða
vatnsins honum til góða. Fæðukeðjan:
„leðja — skötuormur — silungur eða
önd“ er eins stutt og verða má, svo að
næringarefnaforðinn nýtist vel.
LOKAORÐ
Hér hafa verið tíndir til fáeinir fróð-
leiksmolar um lifnaðarhætti skötuorms-
ins. Margt er enn ókannað í fari hans,
t.d. ýmsir þættir varðandi fæðunám og
æxlun og einnig lifnaðarhættir lirfanna.
Ennfremur er ekki vitað hvaða þættir
stjórna stofnstærð skötuormsins. Að-
stæður á Islandi eru viða góðar til slíkra
athugana.
Að lokum þakka ég líffræðingunum
Erni Óskarssyni, Hákoni Aðalsteinssyni,
Jóni Kristjánssyni og Arnþóri Garðars-
syni fyrir fúslega veitta aðstoð við söfn-
un skötuorma, ýmsar gagnlegar upplýs-
ingar og fyrir aðstoð við frágang þessa
greinarkorns.
HEIMILDIR
Aðalsteinsson, Hákon 1976. Fiskstofnar Mý-
vatns. Náttúrufr. 45: 154—177.
110