Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 131
(líklega þorskur eða ufsi) og svolítið af
sandi.
Rauðuskriður, Fljótshlíðarhr., Rang., 12.
okt. 1975, B. G. Fuglinn hefur verið sett-
ur upp og er í eigu Markúsar Svein-
bjarnarsonar, Ysta-Bæli undir Eyja-
fjöllum (skv. E. J.).
Heimaey, Vestm., 2 Juglar, 20. okt. 1975,
S. S. Annar fuglinn var skotinn síðar.
Grindavík, Gull., rnargir lugir í Jyrri hluta
okl. og nokkrir tugir fratn í miðjan nóv. 1975,
Jjórutn safnað, Þ. G. Hinn 21. okt. 1975
náði Þorsteinn Guðmundsson, 'l ungu,
Grindavík, fimm dvergkrákum i
hænsnakofa sínum. Þorsteinn gaf Nátt-
úrufræðistofnun allar krákurnar nema
eina sem hann hélt eftir og hafði með
dúfum í búri. Þessir fjórir fuglar eru nú
varðveittir í Náttúrufræðistofnun (RM
6072—6075). Þetta voru tveir ungir
karlfuglar og tveir ungir kvenfuglar. I
samtali við Kristinn Hauk Skarphéð-
insson í maí 1976, sagði Þorsteinn að
dvergkrákurnar hefðu verið búnar að
dvelja þar í þorpinu í 2—3 vikur áður en
hann hafði samband við Náttúrufræði-
stofnun 22. okt. Hefðu krákurnar verið í
liópum og a.m.k. hundrað stykki. Dag-
mn eftir að hann náði fuglunum í
hænsnakofa sínum liurfu nær allar
dvergkrákurnar en 10—20 heföu komið
aftur seinna og dvalið fram undir miðj-
an nóv., síðan hefðu þær ekki sést. Eftir
að hópurinn í Grindavik sundraðist um
22. okt. sáust dvergkrákur á nokkrum
stöðum á SV.-landi, svo sem hér verður
greint.
Reykjavík, í lok október 1975, S. G. Þ. o.Jl.
Dvergkráka sást í skrúðgarðinum í
Laugardal 29. og 30. okt. Skv. starfs-
mönnum í skrúðgarðinum hafði fuglinn
komið um viku áður, þ.e. i kringum 22.
okt.
Gerðar, Gull., 3fuglar, 9. nóv. 1975, 1. G.,
J. Ó. H., K. H. S., Ö. K. N., S. G. Þ.
Sandgerði, Gull., 1 — 5 Juglar, 9. nóv.
1975—12. mars 1976, E. Ó., I. G., J. Ó.
1 /., K. S., Ó. K. N, S. G. Þ. Einn fugl sást
9. nóv., fimm 30. nóv. og tveir 12. rnars.
Dvergkrákurnar héldu sig í fjörunni,
einkum við fiskvinnsluhús og skólpræsi.
Eyrarbakki, Árn., 8—10 fuglar, byrjuti
nóv. 1975—23. mars 1976 Anon. Hinn 29.
febr. 1976 sáust fimm dvergkrákur á
Eyrarbakka (K. H. S.). Að sögn heima-
rnanna höfðu dvergkrákurnar komið á
sama tíma og flóðið mikla varð (3. nóv.),
flestar höfðu þær verið átta til tíu.
Dvergkrákurnar voru enn á Eyrarbakka
23. mars, þá var Náttúrufræðistofnun
tilkynnt um dvergkráku sem náðst hafði
lifandi á Eyrarbakka.
Selfoss, Árn., 7—10 fuglar, nóv. 1975 til
vors 1976, O. H., Þ. E.
Mosfellssveit, Kjós., 3 fuglar, 31. des.
1975—22.feb. 1976, einni safnað, I. G., K.
H. S. Dvergkrákurnar héldu sig í grennd
við bæina Mörk og Blómsturvelli allan
veturinn og var þeim gefið af heima-
mönnum. Köttur drap eina dvergkrák-
una og er hún nú varðveitt í Náttúru-
fræðistofnun (RM 6077). Ungur karl-
fugl. í fóarni var korn og sandur. Siðasti
fuglinn sást 22. feb. (K. E.).
14
209