Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 126
Olafur K. Nielsen:
Dvergkrákur á Islandi
INNGANGUR
I þessari ritgerð verður fjallað um
dvergkrákuna Corvus monedula L., rætt
um útbreiðslu hennar, undirtegundir og
lifnaðarhætti. Heimildir um dverg-
krákur á íslandi eru raktar og mynstrið í
íslandsferðum þeirra skoðað.
Dvergkrákan telst til hröfnungaætt-
ar, Corvidae. Af þeirri ætt verpur ein
tegund hér á landi, þ.e. hrafninn Corvus
corax L., en þrjár tegundir eru þekktar
hér sem flækingar: grákráka C. corone
comix L., bláhrafn C. frugilegus L. og
dvergkráka. Af þessum flækingum er
bláhrafn algengastur hér og grákráka
sjaldgæfust (spjaldskrá Náttúrufræði-
stofnunar).
Dvergkrákan er frekar lítill fugl, um
33 cm á lengd. Hún er svört að ofan og
dökkgrá að neðan, hnakki og hálshliðar
eru silfurgráar. Sumar dvergkrákur eru
með hvíta bauga, sinn á hvorri háls-
hliðinni. Nef er svart og fætur einnig.
Lithimna augans er ljósgrá.
\7arpheimkynni dvergkrákunnar eru
í Evrópu, V.- og Mið-Asíu og N.-Afríku
og nær útbreiðslusvæðið norðan úr
barrskógabeltinu suður í eyðimerkur (1.
mynd). Hún er farfugl í norður- og
austurhluta heimkynna sinna (Voous
1960).
Það gefur að skilja að hjá tegund með
jafn víða útbreiðslu er nokkur breyti-
leiki innan stofnsins. Breytileikinn er
m.a. fólginn í litamismun og er einkum
um tvær tillmeigingar að ræða. Ef mið-
að er við skandinaviska fugla og þeir
bornir saman við dvergkrákur frá V,-
Evrópu, þá cru þær siðarncfndu dekkri
og skerpast þau einkenni eftir því sem
sunnar dregur. Grái kraginn er dekkri
og hvítu baugarnir neðst á hálshliðum,
sem oft eru á skandinavískum fuglum,
hverfa. Búkliturinn er allur dekkri, sér-
staklcga kviður. Aftur á móti ef bornir
eru saman skandinavískir fuglar og
fuglar, sem verpa austur i Rússlandi og
Síbiríu, þá eru varpfuglar á þeim svæð-
um með ljósari kraga og alltaf með skýra
hvíta bauga á hálshliðum og skerpast
[Dessi einkenni er austar dregur (Fjeldsá
1972).
Vegna þessa breytileika var dverg-
krákustofninum skipt i ótal undirteg-
undir en þær hafa flestar verið aflagðar.
Nú á dögum eru ahnennt viðurkenndar
fjórar undirtegundir. C.m. monedula L.,
verpur i Noregi i héruðunum við Osló-
fjörð og upp af honum og við Þránd-
heimsfjörð. í Svíþjóð er hún algeng með
ströndum Helsingjaflóa allt norður að
65°N. br., og einnig i Danmörku, SV,-
Náttúrufræðingurinn, 49 (2—3), 1979
204