Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 21
Því fer hins vegar fjarri, aö tegund-
irnar séu jafnalgengar í öllum lands-
hlutum. Til þess að sýna þetta hafa
verið valdar stöðvar teknar i klóþangs-
belti skýldra fjara (Tafla I). Á Suðvest-
urlandi er tegundin J. frehirsuta langal-
gengust, en J. ischiosetosa finnst ekki. Á
Vestfjörðum og Norðurlandi eru bæði /.
prehirsuta og J. albifrons algengar og á
Norðurlandi fer /. ischiosetosa einnig að
veröa áberandi. Ef haldið er áfram rétt-
sælis kringum landið kemur að því á
Austurlandi, að J. prehirsuta er orðin fá-
tíð, en bæði J. albifrons og /. ischiosetosa
afar algengar. Rétt er að taka fram í
þessu sambandi, að tegundin /. ischiose-
tosa getur engan veginn talist sjaldgæf á
Suðvesturlandi, þótt hún hafi ekki
fundist þar í klóþangsfjörum (sjá síðar).
Kjörsuœði
Jaera ischiosetosa. Þessi tegund hefur
sérstöðu að því leyti að hún þrífst við
lægri seltu en liinar tvær. Hún er algeng
í árósum, lónum og ísöltum tjörnum um
land allt. Á Suður- og Vesturlandi
finnst tegundin nær eingöngu við slík
skilyrði. Mér er kunnugt um 11 fundar-
staöi á svæðinu frá Dyrhólaósi vestur
um til Isafjarðardjúps, þar sem fyrir
hendi er lýsing á umhverfi (upplýsingar
um einn fundarstað eru frá Erlingi
Haukssyni (1977), en aðra fundarstaði
hef ég kannað). I 8 tilvikum er greini-
lega um að ræða svæði, þar sem selta er
lág, og allir fundarstaðir sunnan Pat-
reksfjarðar eru í þeim flokki. Líklega er
selta lægri en gengur og gerist í fjörum á
tveimur þessara fundarstaða til viðbót-
ar. Selta hefur verið mæld á nokkrum
fundarstöðum tegundarinnar, og hefur
hún lægst farið í 5%o. Norðanlands og
austan er tegundin hins vegar einnig
algeng í þangfjörum, þar sem selta er
ekki sérlega lág, og virðist hún þar
nokkuö jafnalgeng i hinum þremur
þangfjörugerðum (Tafla II). Hún finnst
um allt þangbeltið, en er tíðust um of-
Tafla II. Tíðni þanglúsa af ættkvíslinni Jaera í brúnþörungabelti neðan klappar-
þangs í þremur mismunandi fjörugerðum á Norður- og Austurlandi. Kannað
flatarmál á stöð er 800 cm2. N = heildarfjöldi stöðva. — Frequency of Jaera spp. in
samples from the fucoid zone below Fucus spiralis on three different types of shores in northern
and easlern Iceland. The sampled area at each station is 800 cm-. N— total nurnber of samples.
Fjöldi stöðva = number of stations in which a species occurs. The shore types are defmed as
follows: Ascophyllum shores — Ascophyllum, Fucus vesiculosus and F. distichus
present. Fucus vesiculosus shores — F. vesiculosus and F. distichus present, Ascophyl-
lum absent. Fucus distichus shores — F. distichus present. Ascophyllum and F. vesicu-
losus absent.
./• ' schwsetosa /. albifrons ,/. þrehi rsuta
N Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Klóþangsfjörur stöðva stöðva stöðva
(Ascoþhyllurn shores) 118 24 20 cc K3 21 18
Bóluþangsfjörur
(Fucus vesiculosus shores) 138 24 17 28 20 22 16
Skúfaþangsfjörur
(Fucus distichus shores) 36 6 17 5 14 2 6
99
2