Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 117
dýra, einkum vegna þess að auðvelt er
að ná mörgum saursýnum á stuttum
tíma á ákveðnum svæðum. Þessi að-
ferð veldur auk þess lítilli sem engri
truflun. Ókostir við aðferðina eru
nokkrir: Erfitt er að aldursákvarða
saur nákvæmlega, en nákvæmni má
auka með tíðum söfnunarferðum. Ef
fæðan inniheldur enga ómeltanlega
hluta kemur hún ekki fram í saur. Erfitt
er að greina milli fæðu sem bæði er étin
af rándýri og bráð þess. T.d. étur mink-
urinn marflær (Amphipoda) og þanglýs
(Isopoda) sem og sprettfisk, sem einnig
étur þessi krabbadýr. Einnig er augljóst
að fiskur og jafnþungur fugl skila sér í
mismiklu saurmagni aftur af minknum,
þannig að fuglsleifarnar (fiður og bein)
koma fram í fleiri saursýnum en fisk-
leifar (kvarnir og bein). Er því líklegt að
fuglar séu ofmetnir með þessari aðferð.
Athuganasvæðið var um 1.5 km
langur, stórgrýttur fjörukambur austan
við Staðarberg, vestan Grindavíkur (1.
mynd). Minkarnir héldu sig mest land-
megin í kambinum, þar sem hann
mætir graslendi. Mest fannst af saur
umhverfis grenismunna og við stóra
steina í kambinum, ennfremur á
sprungnum en grasi grónum hraunhól
skammt ofan kambsins. Tjörn með
ísöltu vatni er um miðbik svæðisins en
austast bak við fjörukambinn eru lænur
sem sjór fellur upp í. Neðan við kamb-
inn er þangi vaxin klappafjara með
stórum fjörupollum á víð og dreif (2.
mynd).
Alls var safnað 518 saursýnum á at-
hugunarsvæðinu í 12 ferðum. Söfnun-
arátakið var nokkuð svipað í hverri ferð,
en meira fannst af saur yfir sumarið en á
öðrum tímum árs (Tafla I). Öllum saur
var safnað og hvert sýni um sig sett í
plastpoka, merkt fundarstað, söfnunar-
degi og áætluðum aldri í mánuðum.
Yfirleitt var safnað í lok hvers mánaðar.
Saur var geymdur frystur þar til að úr-
vinnslu kom. Þá var hann rannsakaður
undir víðsjá í 70% ísoprópanóli. Leitað
var að ómeltum fæðuleifum er gáfu til
kynna hvað étið var hverju sinni. Auð-
velt var að sjá, hvort spendýr, fuglar,
fiskar, skordýr, krabbadýr eða skeldýr
voru étin, með athugun á fæðuleifum,
s.s. hárum, tönnum, beinum, fiðri,
kvörnum, hreistri, göddum, kítinhjúp-
um skordýra og krabbadýra og skelja-
brotum. Nánari greining innan þessara
flokka var oft erfiðari. Greint var milli
fuglaættbálkanna Anseriformes (and-
fugla), Charadriiformes (vaðfugla eða
svartfugla annars vegar og máfaættar-
1. mynd. Loftmynd af athuganasvæðinu vestan Grindavíkur. Stórgrýttur fjörukambur milli
klappafjöru og graslendis. — Aerial view of the study area, west of Grindavík, soulhwest coast of
lceland.
195
8