Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 72
venjulega 15—20 hreiður (K.G.), 4 hreiður
21. 7. 1978 (Æ.P.). — Skráð 1942 (F.G.),
1951 (B.S.).
Hóley, Ólafseyjum, 65 23 N 22 30 V. Stór,
sæbrött eyja með grasmóum og mýrardrög-
um. Hæð 26 m, klettafláar um 10—15 m
háir. Alls um 70 toppskarfshreiður utan í
eynni að norðan 1975. Talsvert fýlsvarp var
víða i bökkunum og mikið svartbaksvarp
uppi á eynni. — Skráð 1951 (B.S.). Topp-
skarfur verpur hvergi annars staðar í Ólafs-
eyjum (K.G.).
Lalur, 65 23 N 22 24 V. Há, grasi vaxin
klettaeyja. Toppskarfsvarp utan í hallandi
klettum að sunnan, a.m.k. 56 hreiður 1975,
auk þess um 350 rituhreiður, 100—150 fýls-
hreiðurog20—30 svartbakshreiður. — R.H.
(dagbók 8. 7. 1908) getur um skarfsvarp í
I>at og segir að þar séu árlega teknir um 200
ungar. GuðmundurGuðmundsson tjáði mér
að toppskarfur hefði alltaf verið í Lat, eða
eins lengi og hann vissi til. K.G. telur að
toppskarfsvarp hafi aukist í Lat. — Áður
fyrr var mikið dilaskarfsvarp á norðurend-
anunt á Lat, en dílaskarfarnir fluttu sig um
eða eftir 1933 á Sandsker, rúmlega 2 km suð-
vestar, og voru þar í nokkur ár (K.G.). Sig-
urður Sveinbjörnsson (1971) segir að díla-
skarfur (,,gráskarfur“) hafi orpið í Lat.
Dilaskarfsvörpin í Lat og Sandskeri eru á
skrá B.S. 1951.
Skarfasker, Sviðnum, 65 24 N 22 35 V. Tvö
allhá, löng og mjó klappasker, gróðurlaus.
12. 5. 1975 voru alls 44 dílaskarfs- og 14
toppskarfshreiður í Skarfaskerjum (Æ.P.);
5. 6. voru skarfshreiðrin alls 68, þar af áætluð
53 dílaskarfs- og 15 toppskarfshreiður; um 2
svartbakshreiður. — Skráð sem dílaskarfs-
varp 1951 (B.S.) og talið vera dílaskarfsvarp
að mestu eða öllu leyti 1973 (Guðmundur
Guðmundsson, Nikulás Jensson).
Amarklakkur, Sviðnum, 65 24 N 22 34 V.
Allhátt klettasker sem stendur upp úr víð-
áttumikilli fjöru; gróðurlítið. Toppskarfs-
varp, 23 hreiður 5. 6. 1975, 1 svartbaks-
hreiður. 12. 5. 1975 voru talin 24 topp-
skarfshreiður í Arnarklakki (Æ.P.). —
Toppskarfur er nýkominn í Arnarklakk
(Guðmundur Guðmundsson), áður var þar
töluvert dílaskarfsvarp, þar til um 1953
(Nikulás Jensson).
Tindasker, Sviðnum, 65 25 N 22 32 V.
Smásker, háar klappir og stórgrýti, lítið gró-
ið. A.m.k. 12 toppskarfshreiður 1975, mest
milli steina og sjást illa; 2 svartbakshreiður.
— Toppskarfur varp í Tindaskeri 1973,
misjafnt með varp á þessum stað, nokkuð
nýlegt; dilaskarfur hefur einnig orpið þar
(Guðmundur Guðmundsson). — Skráð sem
dilaskarfsvarp 1951 (B.S.).
Skutlasker, Sviðnum, 65 26 N 22 34 V.
Langt, grýtt klappasker, 8 m hátt, gróður-
lítið. 12. 5. 1975 voru talin 206 dílaskarfs-
hreiður og 27 toppskarfshreiður í Skutlaskeri
(Æ.P.). Alls um 240 skarfshreiður á mynd 5.
6. 1975, skipt með hliðsjón af þessu í um 210
dílaskarfs- og um 30 toppskarfshreiður; auk
þess um 4 svartbakshreiður. — Dílaskarfur
varp sennilega fyrst í Skutlaskeri um 1955
(1945 skv. heimildarmanni), þá þegar um
200 hreiður (Guðmundur Guðmundsson).
Áður var dílaskarfsvarp i Skákaskeri innan
við Skáleyjar, um 3.5 km norðan Skutla-
skers, en það hvarf sömu ár og varp hófst í
Skutlaskeri (H.G.), þ.e. 1953—1955 (Jó-
hannes Gíslason). Dílaskarfur varp fyrst á
Skákaskeri 1942 (F.G. dagbók 1942 eftir
Gísla Jóhannessyni) og hefur varpið því að-
eins haldist þar við í 11 — 13 ár. Varpið í
Skákaskeri var talið næststærsta varpið á
Breiðafirði í skrá B.S. 1951. Tvö önnur díla-
skarfsvörp á þessum slóðum eiga sér svipaða
sögu: Dílaskarfur varp fyrst i Skáleyjalönd-
um 1929 á Midleiðarskeri (F.G. 1942 skv. Gisla
Jóhannessyni), en varpið hvarf þaðan
skömmu eftir 1950 er þar var reistur viti
(G.G.). Árið 1937 fóru dílaskarfar að verpa á
Skarfakletti (F.G. 1942 skv. Gísla Jóhannes-
syni) en það varp hvarf 1949 (Jóhannes
Gislason).
Kirkjusker við Stað, 65 27 N 22 29 V. Hátt (8
m) klappasker, stórgrýtt og sprungið, gróð-
urlaust. Um 87 dilaskarfshreiður 1975, e.t.v.
eitthvað af toppskarfi. Ekki aðrir varpfuglar.
— Varpsins er fyrst getið i dagbók R.H. 8. 7.
1908 og er ungatekja þá sögð vera um 100 á
ári. Skráð 1951 (B.S.). Dilaskarfur verpur að
staðaldri i Kirkjuskeri, en misjafnt milli ára;
varpið jókst um 1963—64 og þá fóru díla-
skarfar einnig að verpa í Æðarklettum og Suð-
urlöndum, um 4 km norðar, en hurfu þaðan
kringum 1970 (Snæbjörn Jónsson).
150