Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 172
1940, varö miklu meira vart við rottur á
austurhluta Flateyjar en áður. Náðu
þær einnig fótfestu 1 sumum eyjanna
sem gengt er í um hverja fjöru. Rottur
voru hvarvetna árið 1965, er Hafsteinn
Guðmundsson hóf búskap í Flatey. Tók
hann þegar til við útrýmingu þeirra,
en veruleg herferð var ekki gerð fyrr en
veturna 1969/70 og 1970/71. Síðan í
febrúar 1971 hafa rottur (og mýs) ekki
sést í eyjunum.
Gagnstætt því sem ætla mætti af
ofansögðu, voru teistur mjög algengar á
Flatey árið 1908 og þrjá fyrstu áratug-
ina. Líklegt er, að á þessum tíma liafi
rottur haft nóg æti kringum fiskhjall-
ana, enda sáust þær sjaldan á austur-
hluta Flateyjar, þar sem 60—70% allra
teista hafa orpið á síðustu árum. Fækk-
un varð í teistustofninum um svipað
leyti og rottur dreifðust austur á eyjuna,
en teistum fjölgaði á ný um líkt leyti og
byrjað var að eitra fyrir rotturnar. Það
er liklegaengin tilviljun, að teistum hafi
fjölgað hvað mest vorið 1971, en þá
veturinn áður hafði einmitt tekist að
útrýma öllum rottum úr eyjunum.
Fjölgunin í teistustofninum síðan
1966 hefur verið ótrúlega ör (sjá Töflu II
og 5. mynd). Engar aðrar skýringar eru
á þessarri fjölgun, en að mikil tilfærsla
hefur átt sér stað annars staðar frá (Æ.
Petersen, óbirt gögn). Þar sem teistum
virðist hafa fjölgað um mestallan Flat-
eyjarhrepp, þótt fjölgunin hafi verið lang-
mest á Flatey, tel ég, að teistur hafi komið
frá svæðum utan hreppsins. Tilgáta mín
er sú, að ungar teistur hafi horfið frá
upp>eldisstöðvum sínum í landi í Barða-
strandarsýslum og úr þeim eyjum ná-
lægt landi, þar sem minkar eru nú
landlægir. Minkar hafa enn ekki numið
land í Flateyjarhreppi. I Barðastrand-
arsýslum voru minkar sárasjaldgæfir i
lok fimmta áratugsins (Jóhann Skapta-
son 1959). Samkvæmt veiðiskýrslum
(Búnaðarrit 1958 og þar eftir) urðu
minkar ekki verulega algengir, fyrr en
kringum miðjan sjötta áratuginn, eða
um líkt leyti og teistum tók að fjölga í
Flatey. Ég tel, að með vaxandi ágangi
minka, hafi ungar teistur sótt í eyjarnar
til að verpa, enda eru einnig likur á því,
að teistur innar úr Breiðafirði haldi sig
að einhverju leyti á Flateyjarsvæðinu að
vetrarlagi, er ís hamlar fæðuöflun um
innanverðan fjörðinn. Ættu þær þvi að
vera kunnugar fæðuöflunarsvæðum
kringum Flatey. Um miðjan þennan
sama áratug, var rottum tekið að fækka
í Flatey, og var þar mikið af ónotuðum
en hentugum hreiðurstæðum fyrir teist-
ur. Teistur eru algengir varpfuglar i
flestum eyjum Flateyjarhrepps (Berg-
sveinn Skúlason 1935, 1949) og sums
staðar töluvert varp. Rottur hafa hvergi
verið landlægar, nema á Flatey og eyj-
unum sunnan hennar.
Lundi sem hugsanlegur keppinautur teistu um
hreiðurstæði
Það er áberandi hversu lítið verpur af
lundum á Flatey sjálfri. A þetta raunar
við um fleiri heimaeyjar í Flateyjar-
hreppi. Aftur á móti eru lundar ein-
hverjir algengustu varpfuglarnir í
óbyggðu úteyjunum.
Þar sem lundar og teistur verpa í
sömu eyjunni, eru oftast glögg skil á
milli varpsvæða þeirra (sbr. Lack 1934).
I mörgum eyjanna verpa lundar í
urðum, sem gætu hentað teistum mjög
vel, að því er virðist. Það er álit mitt, að
lundar hafi betur en teistur í samkeppni
um hreiðurstæði.
Ólíkt því, sem við á um lunda, eru
250