Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 121
Tafla III. Fæðusamsetning minka í
Grindavík á tímabilinu jan. 1978—feb.
1979, metin með tveim mismunandi
aðferðum.
Tíðni (%) sem Hlutfall,
aðalfæða (%) af þyngd X
Fuglar alls 18 20 19
Marhnútur — 40 —
Sprettfiskur — 7 —
Hrognkelsi — 7 —
Keilubróðir — 4 —
Hornsíli - 1 —
Aðrir fiskar — 18 —
Fiskar alls 74 77 76
Krabbadýr alls 8 3 5
100 100 100
(70%) innihéldu fuglsleifar af máfaætt
en 11 (30%) vaðfugla eða hugsanlega
svartfugla. Gefur þetta vísbendingu um
að hinir fyrrnefndu (aðallega kríuungar
yfir sumarið) séu öllu algengari fæða.
Ekki var hægt að segja til um hversu
mikill hluti fuglanna voru hræ sem
minkurinn síðan át. I einu saursýni frá
júní fannst eggjaskurn.
Fiskar (3. mynd b, 4. mynd). Alls
komu 13 fiskategundir fyrir sem fæða
minks, 10 í saur og þar að auki 3 í
fæðuleifum. Þær fisktegundir sem étnar
voru árið um kring voru marhnútur,
sprettfiskur, og keilubróðir (Ciliata mus-
tela (L.)). Hluta ársins voru hrognkelsi
(Cyclopterus lurnpus L.), hornsíli (Gasteros-
teus aculeatus L.), ufsi (Pollachius virens
(L.)) og sandsíli (Ammodytes spp.) étin.
Aðrar tegundir hafa minni þýðingu, s.s.
karfi ('Sebastes sp.), loðna (Mallotus vilto-
sus (Múller)) og síld (Clupea harengus L.).
Þær tegundir sem algengast er að
minkurinn éti eru fjöru og grunnsævis-
fiskar.
Marhnútur var langalgengasta og mik-
ilvægasta fæðutegund minksins allt árið
um kring, en hann var étinn í heldur
minna mæli vor og sumar en aðra tíma
árs. Marhnútur er vanalega 20—25 cm
langur og er afar algengur allt í kringum
landið. Oft fjarar hann uppi í pollum í
fjörunni, en algengastur er hann í þar-
anum (Bjarni Sæmundsson 1926). Al-
gengast var að étnir marhnútar væru
1—4 ára.
Sprettfiskur var étinn allt árið um
kring, en í mestu magni yfir sumarið.
Sprettfiskur er algengasti fjörufiskur hér
við land, vanalega 15—20 cm langur.
Étnir einstaklingar voru tíðast 3—5
ára, en kvarnir úr saur voru á bilinu
1 —9 ára.
Keilubróðir var étinn allt árið en jókst
er á leið. Hann er tiðast 12—15 cm
langur og lifir í fjörum á Suður- og
4. mynd. Tíðni einstakra fisktegunda úr
minkasaur, sem safnað var í Grindavik á
timabilinu jan. 1978—feb. 1979. — Frequency
of occurrence of main fish sþecies in mink faeces.
I FMAMJJASONDJ F
199