Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 19
Agnar Ingólfsson:
Útbreiðsla og kjörsvæði fjöru-
þanglúsa af ættkvíslinni Jaera
Hérlendis eru þanglýs af ættkvíslinni
Jaera ákaflega algengar í fjörum. Þetta
eru smá dýr og verða kvendýrin mest
um 5 mm á lengd, en karldýrin eru
nokkru smærri og ná mest um 3 mm
lengd. Þanglýs af ættkvíslinni Idotea,
sem einnig eru algeng fjörudýr, eru
miklu stærri. Fyrrnefndar þanglýs
gengu til skamms tíma undir nöfnunum
Jaera albifrons eða J. marina, og er síðara
nafnið notað í samantekt Stephensens
(1937) um íslenskar þanglýs (Isopoda).
Síðan uppgötvaði Forsman (1944), að
unnt var að greina karldýr þessara dýra
í nokkrar gerðir, sem liann taldi undir-
tegundir eða rasa. Þar sem gerðir þessar
finnast oft á sömu slóðum, en millistig
(kynblendingar) á milli þeirra eru afar
sjaldséð hafa menn í æ ríkari mæli farið
að líta á gerðirnar sem sjálfstæðar teg-
undir, og er sú skoðun nú að heita má
einráð. Það hefur styrkt þessa skoðun,
að komið hefur í ljós nokkur munur á
lifnaðarháttum, þar sem tegundirnar
búa á sama svæði. Ekki hefur enn
fundist leið til þess að sundurgreina
kvendýrin, en greining karldýra er til-
tölulega einföld og byggist á gerð og
dreifingu hárbursta á ganglimum bols-
ins (sjá Naylor 1972 eða Agnar Ingólfs-
son 1978). Nauðsynlegt er að nota smá-
sjá til þess að greina dýrin til tegunda.
Solignac (1972) greindi fyrstur
manna þanglýs þessar í mismunandi
tegundir hérlendis. Fann hann tegund-
irnar Jaera albifrons, ). prehirsula og J.
ischiosetosa i fjörum víða um land. Við
frckari rannsóknir liafa ekki með vissu
komið fram fleiri tegundir, enda tæp-
lega við því að búast með hliðsjón af
þekktri útbreiðslu tegunda í Noregi
annars vegar og á austurströnd Kanada
hins vegar.
Hér verður greint frá nokkrum nið-
urstöðum nýrra rannsókna á vistfræði
þessara þanglúsa hérlendis. Sérlega er
forvitnilegt að bera saman kjörsvæði
þessara náskyldu tegunda við ólíkar að-
stæður á ströndum landsins.
AÐFERÐIR
Á árunum 1975 og 1977 var gerð al-
liliða athugun á dýralífi í fjörum hér-
lendis. Hafa verið könnuð á þriðja
hundrað snið umhverfis landið. A
liverju sniði hafa að jafnaði verið teknar
5—7 stöðvar, en á milli stöðva er
ákveðinn hæðarmismunur, yfirleitt 50
cm á vestanverðu landinu, en 25 cm
Náttúrufræðingurinn, 49 (2 — 3), 1979
97
7