Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 87
2. mynd. Varpútbreiðsla
gransöngvara (Phylloscoþus Col-
lybita). Tölur sýna nokkurn
veginn útbreiúslu deilitegund-
anna; 1 collybita, 2 abietinus, 3
fulvescens, 4 tristis, 5 aúrar deili-
tegundir. Byggt á Dementiev
& Gladkov (1954), ásamt upp-
lýsingum úr Vaurie (1959). —
The world breeding distribution of
l’hylloscopus collybita. Num-
bers indicate the aftprnximate
distribution of subspecies; 1 colly-
bita, 2 abietinus, 3 fulvescens, 4
tristis, 5 olher subspecies. Adapted
from Dementiev & Gladkov
(1954); additional information
from Vaurie (1959).
Gróðurlendi með birki og víði, sem
spörfuglar sækja mest í, eru af skornum
skammti við Kvísker. Helst er birkikjarr
í svonefndum Eystri-Hvammi, skammt
norðan bæjarins. 1 þennan hvamm
safnast oft margir útlendir flækings-
fuglar. Einnig koma margir flækings-
fuglar í tún og trjágarða við bæinn.
Heiði nefnist kjarrivaxið og mishæðótt
land norður af Eystri-Hvammi. Þar
verður og flækingsfugla oft vart. Sam-
anlagt eru þessi svæði ekki stór og því
fremur auðvelt að fylgjast með flæking-
um þar frá degi til dags. Verður fljótt
vart við þegar þeir hverfa eða nýir bæt-
ast við.
Til þess að unnt reyndist að greina
söngvara, sem hafa komið að Kvískerj-
um, með öruggri vissu, hef ég þurft að
ná mörgum þeirra. Þessir litlu fuglareiga
í erfiðleikum með að bjarga sér þegar
líður á haustið og drepast því úr hungri
og kulda. Þcir eiga tæjilega afturkvæmt
til sinna eiginlegu vetrarheimkynna eft-
ir að hafa hrakist hingað til lands, þótt
hausttíð sé góð. Því miður hefur ekki
ennþá verið hægt að greina þá fugla,
sem hafa náðst, til deilitegunda, en
vonandi verður það hægt áður en langt
um líður. Með reynslu hefur mér rtynst
unnt að greina tegundirnar úti í nátt-
úrunni. Hef ég stuðst við fótalit, sem er
dekkri á gransöngvurum. Einkum er þó
áberandi að ljósguli liturinn að neðan
og framanverðu, er dekkri á gransöngv-
urum.
Eg hcf tekið eftir komum laufsöngv-
ara og gransöngvara að Kvískerjum á
hverju ári frá árinu 1943, en þær upp-
lýsingar, sem hér eru teknar nteð, ná til
ársins 1978. Á þessu tímabili sáust 59
laufsöngvarar og náðust 30 (5 1 %) þeirra
á þessum sama tima. Þá sáust 188
gransöngvarar og náöust 111 (59%)
þeirra á þessum sama tíma. Þeir fuglar
sem hefur verið safnað, cru varðveittir á
Náttúrufræðistofnun íslands. Fyrir
1943 hafði ég lítil tök á því að aðgreina
teguncfirnar. Það kom fvrir að ég sá þær,
t.d. sá ég 3 mjög litla grágræna fugla,
sem varla gátu verið annað en gran-
söngvarar, í Eystri-Hvammi 10.
nóvember 1939. Einnig sá ég stakan fugl
1 garðinum á Kvískerjum 25. september
165