Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 134
náttuðu sig áfram i Þingholtunum. I
nóvember hvarf merkti fuglinn en hinn
sást á svipuðunt slóðum allan veturinn,
sást síðast 15. maí 1978 (A. G.).
Þetta er í eina skiptið sem vitað er til
að dvergkrákur hafi gert tilraun til
varps á íslandi.
Keflavík, 6. nóv. 1976, G. II.
Nordur-Götur í Mýrdal, V.-Skaft., byrjun
nóv. /976, E. II. E.
Heimaey, Vestm., 2 fuglar, lok apríl 1977,
F. S. S. Tveir fuglar sáust 29. apríl
voru þá búnir að vera í nokkra daga,
voru komnir a.m.k. 26. apríl.
Kvísker í örcefum, A.-Skaft., 2.-9. maí
1977, II. B. Fuglinn hélt sig í nánd við
bæjarhús.
Skaftafe/I ! Örœfum, A.-Skafl., 2 fuglar,
10. —15. maí 1977, H. Ja. Tvær dverg-
krákur komu að Bölta 10. maí og
dvöldust þar i fimm daga eða lengur. Ef
til vill hefur annar fuglinn verið sá sem
hvarf frá Kvískerjum 9. maí.
Reykjavík, 20. okt. —15. nóv. 1978. Ó. K.
N. o.fl. Sást við Tjörnina.
Reykjavík, 3. mars—24. apríl 1979, Ó. K.
N. o.fl. Fuglinn hélt sig mest í kringum
Tjörnina, var með ljósgráan kraga og
greinilega hvíta bauga. Sást síðast 24.
apríl í Kópavogi (A. G.).
Alyktanir
Komutími
Komutími ( = fundardagur) dverg-
krákna til íslands skiptist að mestu á tvo
árstíma, vor og haust. Á vorin hafa þær
komið á tímabilinu frá 3. mars til 10.
maí, vitað um 16 fundi samtals 18 fugla.
Miklu meira hefur komið af dvergkráku
að hausti, vitað um 19 fundi samtals 75
fugla, og er komutími frá 2. sept. til 28.
des. (3. mynd).
í N.-Evrópu, þ.e. Skandinavíu, Dan-
mörku og N.-Þýskalandi er vorkomu-
tími dvergkrákna frá því í fyrstu viku
mars fram í lok apríl og byrjun maí.
Haustfartíminn er frá því í fyrstu og
annarri viku sept. fram i fyrstu og aðra
viku des. (Haftorn 1971, Salomonsen
1953, Waterhouse 1949). Flestir komu-
dagar islensku dvergkráknanna falla
innan þessa tímabils, undantekning-
arnar eru fuglinn frá Árhvammi í Lax-
árdal, 28. des. 1960, og fuglinn frá
Berufirði, 2. sept. 1976. Miðað við hvar
dvergkrákan frá 28. des. 1960 náðist, má
heita öruggt að hún hafi kornið annars
staðar up|t að landinu og sennilega verið
búin að flakka eitthvað urn.
Islensku vorfundirnir sýna ekki
ákveðinn topp, en i N.-Evrópu er há-
mark vorfartimans í þriðju og fjórðu
viku mars (Waterhouse 1949). Aftur á
móti eru 64% (n=14) haustfundanna
og 93% (n = 70) haustfuglanna frá
tímabilinu 10. okt. til 1. nóv. og fellur
það saman við hámark farsins í N.-Evr-
ópu. I Falsterbo í S.-Sviþjóð er hámark
farsins á milli 10. og 20. okt. (Lenner-
stedt 1958, Mathiasson 1957, Roos 1974,
1977). I Sagan i N.-Þýskalandi, um 400
km sunnar en Falsterbro, er hámark
farsins milli 16. og 26. okt. (Waterhouse
1949). Á Utsira undan vesturströnd
Noregs voru framkvæmdar allviða-
miklar athuganir á farfuglum haustin
1972—77 (Ree 1977). Þar sáust dverg-
krákur 1973, 1975 og 1976 á timabilinu
3.—31. okt., langflestar siðari hluta okt.
(20,—27. okt.), allt upp í 40 fuglar í hóp.
212