Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 14
íslenska varpfugla í Náttúrufræðingn-
um á árunum 1952— 1957, en þær
greinarurðu 15 talsins. Þáskrifaði hann
smápistla í dagblaðið Tímann á ár-
unum 1956—57, er nefndust Lífið í
kringum okkur, en þeir urðu 40 alls.
Finnur var alla tíð mikill bókasafnari.
Hann sótti bókauppboö og var þekktur
meðal bókamanna. Náttúrugripasafnið
naut góðs af kunnáttu hans á þessu
sviði, og er stofnunin, að mínu áliti,
allvel búin bókum og tímaritum um
dýrafræðileg efni en þó sérstaklega um
fugla. Finnur var sjálfur búinn að viða
að sér góðum bókakosti um fugla áður
en hann réðst til safnsins. Hann minnt-
ist þess oft að hafa gert sérlega góð kaup
á bókum upp úrsíðari heimstyrjöldinni,
t.d. i Danmörku og Englandi. Auk jaess
átti hann margar góðar bækur og sér-
prentanir frá föður sínum og afa. Hann
seldi Náttúrugripasafninu safn sitt af
náttúrufræðiritum árið 1955, en þar
voru mörg þýðingarmikil fræðirit, sem
væri erfitt og kostnaðarsamt að fá í dag.
Sjálfur safnaði hann bókum um hin og
þessi efni alla sína tíð, en einkum lagði
hann rækt við bækur um íslenska fugla,
ferðabækur og landlýsingar. Mun það
með bestu söfnum sinna tegunda i
einkaeign hérlendis. Náttúrugripasafn-
iö eignaðist mikið af ritum sem Finni
áskotnaðist fyrir kunningsskap við
fremstu náttúrufræðinga heims, ókeypis
eða fyrir lítið fé. Hann var heiðursfélagi
Jourdain Society, Dansk Ornithologisk
Central, Ornithologischer Verein zu
Hamburg og World Pheasant Associa-
tion. Hann var kjörfélagi í British
Ornithologists’ Union, American
Ornithologists’ Union og Dansk
Ornithologisk Forening, en ritnefndar-
fulltrúi franska ritsins Alauda. Fékk
hann mörg tímarit ókeypis, og runnu
þau ávallt til safnsins. Finnur var gerður
að heiðursfélaga World Wildlife Fund,
og Bernhard Hollandsprins veitti
honunt orðuna Knight of the Golden
Ark, hvorttveggja fyrir störf að nátt-
úruverndarmálum, og mun Þjórsár-
veramáliö hafa vegið þar joyngst. Finni
þótti sérstaklega vænt um orðuna, en
samtimis honum fengu sama heiður
nokkrir aðrir, t.d. Max Nicholson og
Julian Huxley, báðir heimsfrægir vís-
indamenn. Þá voru Finni veitt tvö stig
hinnar íslensku Fálkaorðu.
Eins og þessi upptalning sýnir, var
Finnur vel metinn á alj^jóðavettvangi,
og átti marga af kunnustu vísinda-
mönnum heims að persónulegum vin-
um. Fjöldamargir erlendir menn, sem
sóttu Island heim, nutu greiöasenri og
þekkingar Finns á landinu og náttúru
þess.
Ariö 1941 kvæntist Finnur Guðríði
Gisladóttur, Svcinssonar aljúngismanns
og sendihcrra. Guðríður lést í ágúst
1978, og var [jað mikið áfall fyrir Finn,
sem þá var búinn að heilsu. Þau Guð-
riður eignuðust tvær dætur, Hclgu, sem
búsett er í Reykjavík, og Guðrúnu, sem
búsett er í London.
Finnur Guðmundsson var heims-
maður og mikill gleöimaður. Hann gat
verið mjög fyndinn, ef svo bar undir, og
kryddað vel, ef sá var gállinn á honum.
Síðustu árin átti hann við mikla van-
heilsu að stríða og vitaö var að hverju
stefndi. Hann virtist taka jsví með
óvenjulegri sálarró. Sló hann oft á létta
strengi viðvíkjandi sjúkdómum sínum,
oft fulllétta að mér fannst.
Það er einnig óhætt að segja, að
Finnur hafi orðið fyrir talsverðu áfalli,
er hánn lét af störfum í árslok 1977 hjá
92